Skip to content

Fréttir

Liðin í 1. deildinni klár

Undirbúningur á fullu fyrir fyrsta mót 1. deildarinnar. 1. deildin er nýjasta viðbótin í innanhús keppnis flórunni í vetur. Deildin er haldin í Samskipahöllinni og er fyrsta mótið 23. febrúar. Deildinni er ætlað að brúa bilið á milli Áhugamannadeildarinnar og Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum. Keppniskvöldin verða eftirfarandi: 23.feb (föstud) fjórg 7.mars (fimmtud) gæðingalist 16.mars (laugardag) slaktaumat 4.apríl (fimmtud) fimmg 18. apríl (fimmtud) 100m skeið og tölt… Read More »Liðin í 1. deildinni klár

„Bling“ námskeið

Þriðjudaginn 16.janúar í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti verður boðið upp á eina kvöldstund fyrir yngri flokka þar sem hver og einn útbýr „bling“ skreytta ennisól á sitt eigið beisli Á námskeiðinu verður í boði að skreyta ennisólar með allskonar fallegum steinum og skrauti undir leiðsögn frá Sigríðar Pjetursdóttur. Í boði verða tveir hópar, kl.17:00 og kl.19:00. Áætlað er að hvor hópurinn sé um 60-90mín.… Read More »„Bling“ námskeið

Lýsing á reiðleiðum

Eins og við öll höfum fundið fyrir þá hefur vinna við lagningu kapla og tengingar á lýsingu á reiðleiðum okkar tafist en nú sér loks fyrir endan á þeirri töf hjá verktökum og Veitum . Í þessari viku verða verktakar við vinnu við tengingar á ljóskúplum á þeim staurum sem hafa verið settir upp undanfarið og að þeirri vinnu lokinni þá geta Veitur hleypt rafmagni… Read More »Lýsing á reiðleiðum

Gæðingalist yngri flokkar

Reiðkennarinn og gæðingalistardómarinn Randi Holaker mun kenna námskeið í gæðingalist. Randi er reynskumikill reiðkennari auk þess að vera keppnisknapi í fremstu röð. Kennt verður á sunnudögum, 3 skipti, 40mín hver tími, í Húsasmiðjuhöll. Einungis 8 pláss í boði. Kennt verður eftirtalda sunnudaga;21.janúar, 28.janúar (4.feb til vara) og 18.febrúar. Verð er 29.000kr.Skráning er hafin á sportabler.com.https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY1Nzg= Að loknu námskeiðinu verður boðið upp á æfingamót/æfingarennsli í gæðingalist… Read More »Gæðingalist yngri flokkar

Hestaíþróttir yngri flokkar

Boðið verður upp á námskeið fyrir börn og unglinga og er ætlað þeim sem vilja sækja almennt reiðnámskeið þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í reiðmennsku. Námskeiðið hentar einnig fyrir þau sem hafa sótt pollanámskeið og vilja stíga næsta skref í sinni reiðmennsku. Miðað er við að nemendur geti stjórnað sínum hesti sjálf og riðið á tölt/brokk hraða. Viðmiðunaraldur er 8 til 14 ára. Skipt… Read More »Hestaíþróttir yngri flokkar

Pollanámskeið

Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl hefjast laugardaginn 20.janúar. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni, 40mín hver tími, samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-13. Skipt verður í hópa, minna vanir og meira vanir. Líkt og áður er námskeiðið gjaldfrjálst og hvetjum við alla polla til að skrá sig. Mikið stuð og mikið gaman! Þó er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum sportabler til að tryggja… Read More »Pollanámskeið

Keppnisnámskeið yngri flokka

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg mun kenna keppnisnámskeið yngri flokka. Námskeiðið verður kennt á mánudögum og hefst mánudaginn 29.janúar og verður kennt fram að úrtöku fyrir Landsmót, samtals 16 tímar. Námskeiðinu lýkur 20.maí. Gæðingamót Spretts er á dagskrá 24.-27.maí. Kennt verður bæði í paratímum (4x) sem eru 40mín og einkatímum (12x) sem eru 30mín. Ekki er kennt mánudaginn 1.apríl (annar í páskum). Námskeiðið er ætlað knöpum í… Read More »Keppnisnámskeið yngri flokka

Einkatímar hjá Viðari

Einkatímar hjá Viðari Ingólfssyni! Landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson mun bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir fimmtudaginn 18.janúar og fimmtudaginn 1.febrúar. Tímasetningar í boði frá kl.17:00-21:30. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að… Read More »Einkatímar hjá Viðari

Einkatímar á virkum dögum Anton Páll

Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni þriðjudaginn 23.febrúar og miðvikudaginn 7.febrúar. Um er að ræða tvo einkatíma, 45mín hvor. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3. Kennsla fer fram milli kl.8:15-16:30. Verð er 35.000kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Sjá ákveðnar tímasetningar merktar yngri flokkum.… Read More »Einkatímar á virkum dögum Anton Páll