Skip to content

Fréttir

Rúllu og baggaplan Spretts

Þvi miður er umgegni og frágangur á rúllum og böggum á heyplani Spretts okkur Spretturum til háborinnar skammar. Bið alla sem eiga hey á planinu að fara sem fyrst að sínum stæðum og ganga frá endum og taka laust plast og henda því. Bið eigendur ónýtra bagga og rúlla að hafa samband við mig á sprettur@sprettarar.is eða í síma svo hægt sé að fjarlæja ónýtt… Read More »Rúllu og baggaplan Spretts

íþróttaeldhugi ársins

Íslendingar eru  hvattir til að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni. Íþróttaeldhugi ársins verður tilnefndur í annað sinn samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2023. Lottó og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir þessari tilnefningu. Almenningi gefst kostur á að senda inn ábendingar um öfluga sjálfboðaliða til 5. desember á vefslóðinni https://isi.is/fraedsla/ithrottaeldhugi-2023/ . Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin… Read More »íþróttaeldhugi ársins

öryggisupplifun knapa á reiðleiðum

Hestamanneskjur á höfuðborgarsvæðinu,  viljið þið vinsamlegast svara þessari könnun um öryggisupplifun knapa á reiðleiðum. https://freeonlinesurveys.com/s/iDjwPTvN/i/5811284 Það er mikilvægt fyrir okkur að kortleggja þetta til að draga saman í skýrslu hvar helst er úrbóta þörf. Verkefnið er unnið með styrk frá Vegagerðinni. Kær kveðja Dagný Bjarnadóttir form. reiðveganefndar Fáks og Katrín Halldórsdóttir starfsm. Vegegerðarinnar

Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Laugardaginn 4.nóv sl var Uppskeru & árshátíð hmf. Spretts, þar voru bæði knapar og ræktendur kynbótahrossa heiðraðir. Hátiðin var haldin í veislusal Spretts og mættu Sprettarar prúðbúnir til veislu og skemmtu sér fram á nótt. Ákveðið var af stjórn hmf. Spretts á haustdögum að ár hvert yrði keppnisknapi ársins verðlaunaður sérstaklega, það er sá einstaklingur sem er stigahæstur óháð í hvaða flokki viðkomandi keppir, barna,… Read More »Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Starfsmaður óskast

Hestamannafélagið Sprettur leitar að starfskrafti í hlutastarf. ·        Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt ·        Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu á traktorum. ·        Þarf að geta sinnt viðhaldi á eignum Spretts. ·        Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar í gegnum sprettur@sprettarar.is

Léttleiki, virðing og traust

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust

Uppskeruhátíð barna og unglinga 2023

Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts 2023 Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts verður haldin fimmtudaginn 16.nóvember. Uppskeruhátíðin er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á aeskulydsnefnd@sprettarar.is fyrir miðnætti þriðjudaginn 14.nóv. Leyfilegt er að taka með sér einn vin/vinkonu/foreldri/forráðamann. Ef einhverjir eru vegan eða grænkerar vinsamlegast látið vita í skráningu. Í boði verður fordrykkur og snakk, forréttur, aðalréttur og eftirrétta íshlaðborð með öllu tilheyrandi. Á uppskeruhátíðinni… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga 2023

Knapamerki fullorðnir

Verkleg knapamerki 1 fyrir fullorðna! Verklegt KM1 verður kennt í nóvember og desember 2023. Kennt verður á mánudögum kl.18-19 í hólfi 3 í Samskipahöll og miðvikudögum kl.17-18 í Húsasmiðjuhöll. Samtals eru kenndir 8 tímar. Fyrsti tíminn er mánudaginn 20.nóv og síðasti tíminn er því 14.des þar sem framkvæmt verður lokaverkefni. Reiðkennari verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verð er 28.000kr. Skráning er opin á sportabler.com/shop/hfsprettur Ef áhugi… Read More »Knapamerki fullorðnir

Útreiðanámskeið

Útreiðanámskeið í nóvember og desember! Boðið er uppá einstaklingstima eða litla hópa. Ef þú ert að koma þér í hnakkinn aftur en vilt fá stuðning með leiðsögn er boðið uppá útreiðarnámskeið þar sem byrjað er inni gerði og svo farið í reiðtúr. Frábær leið til að kynnast þeim reiðleiðum sem Sprettur hefur uppá að bjóða. Kennt er virka daga, helst í björtu, dag-og tímasetningar eru… Read More »Útreiðanámskeið

Pollafimi

Nýtt námskeið! Pollafimi er námskeið fyrir yngstu knapana þar sem verður lögð áhersla á jafnvægi og ásetu með skemmtilegum æfingum meðan þeir eru hringteymdir. Sniðugt er fyrir tvo litla knapa að sameinast um einn hest. Það sem þarf er hestur, hnakkur eða gjörð með handföngum, snúrumúll eða hringtaumsmúll og vaður/langur taumur. Kennt er á laugardögum milli kl.10-12 í Húsasmiðjuhöll. Samtals 4 skipti, 45mín hver tími.… Read More »Pollafimi