Skip to content

Pollafimi

Nýtt námskeið!

Pollafimi er námskeið fyrir yngstu knapana þar sem verður lögð áhersla á jafnvægi og ásetu með skemmtilegum æfingum meðan þeir eru hringteymdir. Sniðugt er fyrir tvo litla knapa að sameinast um einn hest. Það sem þarf er hestur, hnakkur eða gjörð með handföngum, snúrumúll eða hringtaumsmúll og vaður/langur taumur.

Kennt er á laugardögum milli kl.10-12 í Húsasmiðjuhöll. Samtals 4 skipti, 45mín hver tími. Fyrsti tíminn er laugardaginn 25.nóv.

Kennari er Hrafnhildur Blöndahl.

Hlekkur á skráningu;

https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjQ0NDk=