Útreiðanámskeið í nóvember og desember!
Boðið er uppá einstaklingstima eða litla hópa. Ef þú ert að koma þér í hnakkinn aftur en vilt fá stuðning með leiðsögn er boðið uppá útreiðarnámskeið þar sem byrjað er inni gerði og svo farið í reiðtúr. Frábær leið til að kynnast þeim reiðleiðum sem Sprettur hefur uppá að bjóða.
Kennt er virka daga, helst í björtu, dag-og tímasetningar eru samkomulag við reiðkennara. Kenndir eru 5 tímar 45mín hver tími. Kennsla hefst vikuna 20.nóv. Verð fyrir 5 einstaklingstíma er 33.500kr, ef paratími þá lækkar gjaldið. Kennari er Hrafnhildur Blöndahl.
Hlekkur á skráningu;