kennsla á hringvelli
Miðvikudaginn 3.maí verður kennsla á hringvellinum milli kl.14:00 og 20:00. Vinsamlegast takið tillit til þess 🙂
Miðvikudaginn 3.maí verður kennsla á hringvellinum milli kl.14:00 og 20:00. Vinsamlegast takið tillit til þess 🙂
Sunnudaginn 7. maí verður haldið hindrunarstökksmót í Húsasmiðjuhöllinni í Spretti. Keppni verður með eftirfarandi hætti; Kl.14:00 Brautin verður sett upp.Kl.14:30 Keppendum gefst kostur á að skoða brautina ásamt hesti sínum.Kl.15:00 Keppni hefst. Fyrst verður keppt í flokki 17 ára og yngri, tvær umferðir. Að honum loknum hefst keppni í 18 ára og eldri, tvær umferðir. Verðlaunaafhending að loknum báðum flokkum. Riðnar verða tvær umferðir, betri… Read More »Hindrunarstökksmót Spretts
Boðið verður upp á útreiðarnámskeið í maí fyrir börn og unglinga. Á námskeiðinu verður farið yfir stjórnun og ásetu hjá knapa ásamt því að þjálfa markvisst gangtegundir og hvernig hægt er að nýta reiðleiðir og mismunandi landslag til þjálfunar. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér útigerði og hringgerði til þjálfunar. Einungis 3-4 í hverjum hóp, samtals 5 skipti, um 60mín hver… Read More »Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga
Fimmtudaginn 4. maí nk. mun Æskulýðsnefnd Spretts standa fyrir Flóamarkaði í veislusal Spretts milli kl.17-20. Þar verður hægt að versla ódýr, notuð en vel með farin hestaföt og búnað fyrir alla aldurshópa. Þeir sem hafa hug á að selja fatnað og búnað sjálfir geta leigt borð á 5000kr. Þeir sem hafa hug á að gefa æskulýðsnefnd notaðan fatnað geta komið með fatnað og búnað milli… Read More »Flóamarkaður Spretts
Reiðkennarinn Hans Þór Hilmarsson heldur námskeið í Spretti helgina 6.-7.maí nk. Kennt verður laugardag og sunnudag í 40 mín einkatímum. Kennt verður í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.9:00 og 17:00 laugardag og sunnudag. Hans Þór hefur getið sér gott orð bæði á keppnis- og kynbótavellinum og þykir bæði fjölhæfur og flinkur knapi. Að ógleymdri stórsýningu hans á Sindra frá Hjarðartúni, sem fór í… Read More »Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!
Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »Járninganámskeið 28.-30.apríl
Dregið hefur verið í stóðhestahappdrætti æskunnar! Vinningsmiðarnir eru eftirfarandi; Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ – miði nr.62Grímur frá Skógarási – miði nr.Lexus frá Vatnsleysu – miði nr.22Ljósvaki frá Valstrýtu – miði nr.168Ljósvíkingur frá Hamarsey – miði nr.155Styrkur frá Stokkhólma – miði nr.10Vísir frá Ytra-Hóli – miði nr.14 Vinningshafar eru beðnir um að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is og fá nánari upplýsingar um sína vinninga. Barna- og unglingaráð… Read More »Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar
Áframhaldandi reiðnámskeið fyrir okkar allra yngstu og krúttlegustu Sprettara – pollanámskeið. Kennt verður á laugardögum, hver tími um 40mín. Stefnt er að því að kenna fyrstu tvo tímana inni og færa sig svo út í stóra gerðið neðst á Fluguvöllum og jafnvel að reyna að komast í stuttan reiðtúr í síðasta tímanum, ef veður og vindar leyfa.5-6 knapar í hóp. Boðið er upp á hópa… Read More »Pollanámskeið
Ungmennaráð Spretts hefur ákveðið að bjóða upp á sýnikennslu og reiðtíma hjá Olil Amble fyrir ungmenni í Spretti þann 1.maí nk. á Syðri-Gegnishólum, gegn vægu gjaldi. Þau ungmenni sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er að sækja reiðtíma eða sýnikennslu, sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is fyrir 13.apríl nk. til að tryggja sér pláss – ath! takmarkaður fjöldi reiðtíma í boði!
Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »járninganámskeið