Hestamennsku námskeið!
Hestamennskunámskeið fyrir hressa krakka, 9 ára og eldri, sem hafa áhuga á hestum og öllu sem þeim tengist. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á hestum og umhirðu hrossa á skemmtilegan og líflegan hátt. Námskeiðið er kennt á fimmtudögum kl.17-18 í Samskipahöllinni, 2.hæð. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 16.nóvember, 6 skipti samtals, síðasti tíminn er 21.des. Ekki er þörf á að koma með hest á námskeiðið. Reiðkennari er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Opið er fyrir skráningar í sportabler;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjQ0MDM=?