Þvi miður er umgegni og frágangur á rúllum og böggum á heyplani Spretts okkur Spretturum til háborinnar skammar. Bið alla sem eiga hey á planinu að fara sem fyrst að sínum stæðum og ganga frá endum og taka laust plast og henda því.
Bið eigendur ónýtra bagga og rúlla að hafa samband við mig á [email protected] eða í síma svo hægt sé að fjarlæja ónýtt hey.
Laust plast flaksar og veldur mikilli slysahættu fyrir reiðmenn sem eru á ferðinni oft slitna þessir lausu endar frá og fjúka um hverfið eða jafnvel fyrir hross á reiðleiðum okkar.
Bið einnig hesthúseigendur sem geyma hey við hesthús sín að ganga frá lausum endum og gæta þess að ekki hljótist slysahætta af flaksandi plasti.
Mikill sóðaskapur hlýst af þessu sem er okkur ekki til framdráttar gagnvart nágrönnum okkar í kringum félagssvæði Spretts.
Góðar stundir.
Kv framkvæmdastjór Spretts.