Skip to content

Uppskeru & árshátíð Spretts 2023

Laugardaginn 4.nóv sl var Uppskeru & árshátíð hmf. Spretts, þar voru bæði knapar og ræktendur kynbótahrossa heiðraðir.

Hátiðin var haldin í veislusal Spretts og mættu Sprettarar prúðbúnir til veislu og skemmtu sér fram á nótt.

Ákveðið var af stjórn hmf. Spretts á haustdögum að ár hvert yrði keppnisknapi ársins verðlaunaður sérstaklega, það er sá einstaklingur sem er stigahæstur óháð í hvaða flokki viðkomandi keppir, barna, unglinga, ungmenna eða fullorðinsflokkum.

Keppnisknapi Spretts 2023

Herdís Björg Jóhannsdóttir.

Herdís Björg er 17 ára gömul og keppir í unglingaflokki en hún keppti uppfyrir sig í sumar á hestinum Kvarða frá Pulu í tölti T1 á Íslandsmóti og voru þau valin í landsliðið til þess að keppa á heimsmeistarmóti Íslenskahestins sem haldið var í Hollandi, skemmst er frá því að segja að þau urðu heimsmeistarar í tölti T1 í ungmennaflokki.

Besti keppnisárangur ungmenna, piltar

Kristófer Darri Sigurðsson

Besti keppnisárangur ungmenna, stúlkur

Hekla Rán Hannesdóttir

Besti keppnisárangur áhugamannaflokkum, karlar

Hermann Arason

Besti keppnisárangur áhugamannaflokkum, konur

Auður Stefánsdóttir

Besti keppnisárangur atvinnumannaflokkum, karlar

Jóhann Kr Ragnarsson

Besti keppnisáragnur atvinnumannaflokkum, konur

Herdís Lilja Björnsdóttir


Kynbótahross Spretts 2023

Á uppskeru & árshátíð Spretts voru veitt verðlaun fyrir árangur í ræktun kynbótahrossa á árinu.


Kynbótahross ársins 2023 var Hugmynd frá Svignaskarði IS2018236520 Ræktandi Guðmundur Skúlason
og Valdís B. Guðmundsdóttir. Aldursleiðrétt meðaleinkunn 8,61

Heiðruð voru þrjú hross rætkuð af Spretturum fyrir frábæran árangur á HM Íslenska hestsins. Fjalladís frá Fornusöndum sem varð heimsmeistari í gæðingaskeiði og 250m skeiði ( knapi Elvar Þormarsson) rætkuð af Tryggva Geirssyni, Salka frá Efri-Brú sem varð heimsmeistari í fimmgangi ungmenna (knapi Glódís Rún Sigurðardóttir) rætkuð af Óla Fjalari Böðvarssyni og svo Kvarði frá Pulu sem varð heimsmeistari í tölti ungmenna (knapi Herdís Björg Jóhannsdóttir) ræktaður af Jóhnanni Kr Ragnarssyni og Theódóru Þorvaldsdóttur.


Efsta hross í hverjum flokki voru síðan eftirfarandi: En jafnframt er hægt að sjá á myndbandi sem er
aðgengilegt hér á síðunni af 3 efstu hross hross í hverjum flokki .

4.v. hryssur
Nóta f. Sumarliðabæ 2 IS2019281514 Birgir Már Ragnarsson/Silja Hrund Júlíusdóttir 8,37
4.v. hestar
Bylur f. Geitaskarði IS2019156813, Sigurður Örn Ágústsson/Brynjólfur Stefánsson 8,18
5.v. hestar
Silfurtoppur f. Reykjavík IS2018181514 Hörður Jónsson/ERna Sigríður Ingvarsdóttir 8,24
5.v. hryssur
Hugmynd f. Svignaskarði IS2018236520 GuðmundurSkúlason/Valdís B.Guðmundsdóttir 8,51
6 v. hestar
Ottesen f. Ljósafossi IS2017188670 Björn Þór Björnsson 8,40
6 v. hryssur
Mjallhvít f. Sumarliðabæ IS2017281512 Birgir Már Ragnarsson/Silja Huld Júlíusdóttir 8,45
7 v. og eldri hestar
Kraftur f. Eystra-Fróðholti IS 2015186182 Ársæll Jónsson 8,46
7 v.og eldri hryssur
Grá f. Hofi á Höfðaströnd IS 2016258151 Lilja Sigurlína Pálmadóttir 8,51

https://f.io/OQnI7AQN