Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts 2023
Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts verður haldin fimmtudaginn 16.nóvember. Uppskeruhátíðin er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á aeskulydsnefnd@sprettarar.is fyrir miðnætti þriðjudaginn 14.nóv. Leyfilegt er að taka með sér einn vin/vinkonu/foreldri/forráðamann. Ef einhverjir eru vegan eða grænkerar vinsamlegast látið vita í skráningu.
Í boði verður fordrykkur og snakk, forréttur, aðalréttur og eftirrétta íshlaðborð með öllu tilheyrandi.
Á uppskeruhátíðinni munum við sýna myndasyrpu frá árinu, yfirþjálfari yngri flokka og formaður Æskulýðsnefndar segja frá árinu sem er að líða og hvað er væntanlegt á næsta ári, formaður barna- og unglingaráðs fer yfir árið og segir frá störfum nefndarinnar, Herdís Björg Jóhannsdóttir heimsmeistari ungmenna í tölti segir frá heimsmeistara ævintýri sínu í máli og myndum, verðlaunaveitingar fyrir stigahæsta knapa í barna- og unglingaflokki ásamt framfaraverðlaunum og að lokum fara allir heim með glaðning.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Æskulýðsnefndin