Skip to content

Fréttir

Starfsmaður óskast

Hestamannafélagið Sprettur leitar að starfskrafti í hlutastarf. ·        Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt ·        Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu á traktorum. ·        Þarf að geta sinnt viðhaldi á eignum Spretts. ·        Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Nánari upplýsingar í gegnum sprettur@sprettarar.is

Léttleiki, virðing og traust

Sigvaldi Lárus Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, verður með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti fimmtudaginn 23.nóvember kl.19:30. Sigvaldi verður með 1-2 hesta á mismunandi þjálfunarstigum og segir frá sínum hugmyndum og aðferðum sem snúa að tamningu og þjálfun og hestamennskunni í heild sinni. Sigvaldi mun fara yfir breitt svið þjálfunar – allt frá tamningu og uppbyggingu ungra hrossa til þjálfunar á alhliðahesti og til afkasta á… Read More »Léttleiki, virðing og traust

Uppskeruhátíð barna og unglinga 2023

Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts 2023 Uppskeruhátíð barna og unglinga Spretts verður haldin fimmtudaginn 16.nóvember. Uppskeruhátíðin er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á aeskulydsnefnd@sprettarar.is fyrir miðnætti þriðjudaginn 14.nóv. Leyfilegt er að taka með sér einn vin/vinkonu/foreldri/forráðamann. Ef einhverjir eru vegan eða grænkerar vinsamlegast látið vita í skráningu. Í boði verður fordrykkur og snakk, forréttur, aðalréttur og eftirrétta íshlaðborð með öllu tilheyrandi. Á uppskeruhátíðinni… Read More »Uppskeruhátíð barna og unglinga 2023

Knapamerki fullorðnir

Verkleg knapamerki 1 fyrir fullorðna! Verklegt KM1 verður kennt í nóvember og desember 2023. Kennt verður á mánudögum kl.18-19 í hólfi 3 í Samskipahöll og miðvikudögum kl.17-18 í Húsasmiðjuhöll. Samtals eru kenndir 8 tímar. Fyrsti tíminn er mánudaginn 20.nóv og síðasti tíminn er því 14.des þar sem framkvæmt verður lokaverkefni. Reiðkennari verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Verð er 28.000kr. Skráning er opin á sportabler.com/shop/hfsprettur Ef áhugi… Read More »Knapamerki fullorðnir

Útreiðanámskeið

Útreiðanámskeið í nóvember og desember! Boðið er uppá einstaklingstima eða litla hópa. Ef þú ert að koma þér í hnakkinn aftur en vilt fá stuðning með leiðsögn er boðið uppá útreiðarnámskeið þar sem byrjað er inni gerði og svo farið í reiðtúr. Frábær leið til að kynnast þeim reiðleiðum sem Sprettur hefur uppá að bjóða. Kennt er virka daga, helst í björtu, dag-og tímasetningar eru… Read More »Útreiðanámskeið

Pollafimi

Nýtt námskeið! Pollafimi er námskeið fyrir yngstu knapana þar sem verður lögð áhersla á jafnvægi og ásetu með skemmtilegum æfingum meðan þeir eru hringteymdir. Sniðugt er fyrir tvo litla knapa að sameinast um einn hest. Það sem þarf er hestur, hnakkur eða gjörð með handföngum, snúrumúll eða hringtaumsmúll og vaður/langur taumur. Kennt er á laugardögum milli kl.10-12 í Húsasmiðjuhöll. Samtals 4 skipti, 45mín hver tími.… Read More »Pollafimi

Hestamennsku námskeið

Hestamennsku námskeið! Hestamennskunámskeið fyrir hressa krakka, 9 ára og eldri, sem hafa áhuga á hestum og öllu sem þeim tengist. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á hestum og umhirðu hrossa á skemmtilegan og líflegan hátt. Námskeiðið er kennt á fimmtudögum kl.17-18 í Samskipahöllinni, 2.hæð. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 16.nóvember, 6 skipti samtals, síðasti tíminn er 21.des. Ekki er þörf á að koma með hest á… Read More »Hestamennsku námskeið

Verkleg knapamerki fyrir fullorðna

Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á verklega kennslu fyrir fullorðna á öllum stigum Knapamerkjanna. Áhugasamir sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is með óskir um kennslu í Knapamerkjum. Nú þegar er hafin skráning á 5. stig Knapamerkjanna:https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjMwNzI=

Verkleg Knapamerki

Knapamerki 1Verkleg kennsla hefst mánudaginn 13.nóv. Hægt verður að taka bæði Knapamerki 1 og 2 ef vilji er fyrir hendi í framhaldi af hvoru öðru. Tímafjöldi í KM1 eru 8 tímar. Ath. ekki kennt föstudaginn 1.des. Kennt verður á mánudögum kl.17-18 í hólfi 3 í Samskipahöll og á föstudögum kl.18-19 í Húsasmiðjuhöll. Einnig verður kenndir tveir tímar laugardaginn 25.nóv.Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir. Verð er… Read More »Verkleg Knapamerki