Skip to content

Fréttir

Hestamennsku námskeið

Hestamennsku námskeið! Hestamennskunámskeið fyrir hressa krakka, 9 ára og eldri, sem hafa áhuga á hestum og öllu sem þeim tengist. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á hestum og umhirðu hrossa á skemmtilegan og líflegan hátt. Námskeiðið er kennt á fimmtudögum kl.17-18 í Samskipahöllinni, 2.hæð. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 16.nóvember, 6 skipti samtals, síðasti tíminn er 21.des. Ekki er þörf á að koma með hest á… Read More »Hestamennsku námskeið

Verkleg knapamerki fyrir fullorðna

Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á verklega kennslu fyrir fullorðna á öllum stigum Knapamerkjanna. Áhugasamir sendi póst á fraedslunefnd@sprettarar.is með óskir um kennslu í Knapamerkjum. Nú þegar er hafin skráning á 5. stig Knapamerkjanna:https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjMwNzI=

Verkleg Knapamerki

Knapamerki 1Verkleg kennsla hefst mánudaginn 13.nóv. Hægt verður að taka bæði Knapamerki 1 og 2 ef vilji er fyrir hendi í framhaldi af hvoru öðru. Tímafjöldi í KM1 eru 8 tímar. Ath. ekki kennt föstudaginn 1.des. Kennt verður á mánudögum kl.17-18 í hólfi 3 í Samskipahöll og á föstudögum kl.18-19 í Húsasmiðjuhöll. Einnig verður kenndir tveir tímar laugardaginn 25.nóv.Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir. Verð er… Read More »Verkleg Knapamerki

Uppskeru og árshátíð Spretts 2023

Nú fögnum við góðu ári og góðri uppskeru hjá Spretturum á líðandi ári, ómetanlegri vinnu sjálfboðaliða, góðum árangri á keppnisbrautinni, góðum kynbótahrossum frá Sprettsfélögum. Skemmtum okkur og fögnum saman eins og best við getum í veislusal Spretts laugardagskvöldið 4.nóv. Miða/borðapantanir fara fram í gegnum sprettur@sprettarar.is fyrir miðvikudaginn 1.nóv.

Einkatímar hjá Antoni

Anton Páll Níelsson reiðkennari verður með einkatíma miðvikudagana 15.nóv og 22.nóv nk. í Samskipahöllinni. Í boði eru tímar frá kl.9-17. Kennt verður í 45mín einkatímum hvorn dag fyrir sig. Verð er 35.000kr. Skráning er opin og fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri flokka er 29.000kr. Knapar… Read More »Einkatímar hjá Antoni

Heimsmeistaraheimsókn

Mánudaginn 30.okt. nk. efnir Æskulýðsnefnd Spretts til HEIMSMEISTARAHEIMSÓKNAR. Farið verður í heimsókn til Jóhönnu Margrétar Snorradóttur á Árbakka. Eins og frægt er orðið var Jóhanna Margrét glæsilegur fulltrúi íslenska landsliðsins á síðastliðnu heimsmeistaramóti þar sem hún varð tvöfaldur heimsmeistari á hesti sínum Bárði frá Melabergi. Jóhanna Margrét mun taka á móti hópnum, sýna okkur hesta sína og spjalla um heimsmeistaramótsævintýrið. Á heimleiðinni verður stoppað á… Read More »Heimsmeistaraheimsókn

Nýr starfsmaður Spretts

Hmf Sprettur hefur ráðið starfsmann í hlutastarf í ýmis viðhalds og tiltekarverkefni hjá Spretti. Starfsmaðurinn okkar heitir Emil Óskar. Emil mun vera á ferðinni í báðum höllum af og til við ýmis störf. Eitt af hans hlutverkum er að spyrja notendur reiðhallanna til nafns svo hægt sé að ath hvort viðkomandi sé að nota réttan lykil. Við biðjum félagsmenn um að taka vel á móti… Read More »Nýr starfsmaður Spretts

Hindrunarstökksnámskeið

Vinsælu hindrunarstökksnámskeiðin verða áfram í boði í haust og vetur í Spretti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10-21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Stefnt verður að því að búa til sýningarhóp fyrir þá sem hafa áhuga á því. Námskeiðið verður haldið í Húsasmiðjuhöll og verður kennt á miðvikudögum. Virkilega skemmtilegt námskeið þar sem markmið námskeiðsins er að auka þor manns… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

Námskeiðahald Spretts

Nú fer sumar og haustfrí ferfættu félaga okkar að ljúka og námskeiðahald á vegum Spretts að fara á fullt. Það eru mörg spennandi námskeið í boði og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með hér á fb og heimasíðu félagsins, sprettur.is. Einnig er hægt að fylgjast með á sportabler.com/shop/hfsprettur en þar sést hvaða námskeið eru í boði hverju sinni. Svo er auðvitað póstlistinn góði… Read More »Námskeiðahald Spretts