Skip to content

Námskeiðahald Spretts

Nú fer sumar og haustfrí ferfættu félaga okkar að ljúka og námskeiðahald á vegum Spretts að fara á fullt. Það eru mörg spennandi námskeið í boði og við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með hér á fb og heimasíðu félagsins, sprettur.is. Einnig er hægt að fylgjast með á sportabler.com/shop/hfsprettur en þar sést hvaða námskeið eru í boði hverju sinni. Svo er auðvitað póstlistinn góði líka í boði fyrir þá félagsmenn sem vilja fá námskeiðsfréttir sendar beint á sig. Hægt er að skrá sig á póstlistann á heimasíðu Spretts 🙂 Nánari upplýsingar um námskeiðahald, hugmyndir og tillögur, má endilega senda á fraedslunefnd@sprettarar.is.