Þriðjudaginn 16.janúar í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti verður boðið upp á eina kvöldstund fyrir yngri flokka þar sem hver og einn útbýr „bling“ skreytta ennisól á sitt eigið beisli
Á námskeiðinu verður í boði að skreyta ennisólar með allskonar fallegum steinum og skrauti undir leiðsögn frá Sigríðar Pjetursdóttur.
Í boði verða tveir hópar, kl.17:00 og kl.19:00. Áætlað er að hvor hópurinn sé um 60-90mín. Aldurstakmark er 6 ára og nauðsynlegt er að yngstu börnin komi í fylgd með fullorðnum.
Verð á námskeiðið er 7000 kr en æskulýðsnefnd niðurgreiðir námskeiðið og kostar því 5000kr fyrir hvern og einn. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af þeim ennisólum sem gerðar hafa verið á námskeiðinu
Skráning fer fram á sportabler hér;