Skip to content

Keppnisnámskeið yngri flokka

Reiðkennarinn Árný Oddbjörg mun kenna keppnisnámskeið yngri flokka. Námskeiðið verður kennt á mánudögum og hefst mánudaginn 29.janúar og verður kennt fram að úrtöku fyrir Landsmót, samtals 16 tímar. Námskeiðinu lýkur 20.maí. Gæðingamót Spretts er á dagskrá 24.-27.maí. Kennt verður bæði í paratímum (4x) sem eru 40mín og einkatímum (12x) sem eru 30mín. Ekki er kennt mánudaginn 1.apríl (annar í páskum).

Námskeiðið er ætlað knöpum í yngri flokkum sem stefna á keppni, s.s. íþrótta- og gæðingamót og stórmót. Verð er 80.000kr. Hægt er að nýta frístundastyrkinn.

Valin eru tímaslott, en endanlegar tímasetningar liggja fyrir þegar skráningu lýkur. Tímasetningar geta riðlast lítillega þar sem stundum eru kennt í paratímum í 45mín og stundum er kennt í einkatímum í 30mín.

Skráning er hafin á sportabler.com
https://www.abler.io/…/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY0OTU=