Eins og við öll höfum fundið fyrir þá hefur vinna við lagningu kapla og tengingar á lýsingu á reiðleiðum okkar tafist en nú sér loks fyrir endan á þeirri töf hjá verktökum og Veitum . Í þessari viku verða verktakar við vinnu við tengingar á ljóskúplum á þeim staurum sem hafa verið settir upp undanfarið og að þeirri vinnu lokinni þá geta Veitur hleypt rafmagni á svæðið.