Skip to content

Fréttir

Vilt þú starfa í nefndum LH?

Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Ef þú ert tilbúin/n til að starfa í nefnd hjá LH þá sækir þú um á sértöku umsóknareyðublaði.  Frestur til að gefa kost á sér í nefndastörf LH er fimmtudagur 8. desember. Nefndirnar sem… Read More »Vilt þú starfa í nefndum LH?

Einkatímar með Ragnhildi Haraldsdóttur

Ragnhildur mun kenna einkatíma í Spretti á miðvikudögum frá kl.14:00-19:00. Námskeiðið samanstendur af 4 einkatímum sem eru kenndir eftirtalda daga; 14.des., 21.des., 11.jan og 18.jan. Kennt verður bæði í Samskipahöll og Húsasmiðjuhöll. Hver tími er 45mín. Ragnhildur Haraldsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur átt mjög góðu gengi að fagna á keppnisvellinum undanfarin ár og hefur gert það gott í Meistaradeildinni sem… Read More »Einkatímar með Ragnhildi Haraldsdóttur

Vinna við hendi og hringteymingar – Framhaldsnámskeið

Framhaldsnámskeiðin bjóða upp á einstaklingsmiðaðri nálgun en haldið verður áfram með bæði vinnu í hendi og hringteymingar. Farið verður í fimiæfingar frá jörðu sem stuðla að því að auka sveigjanleika og styrk hestsins, ásamt aukinni nákvæmni í ábendingum knapa.Einnig verður farið í meira krefjandi æfingar í hringteymingu sem stuðla að auknu jafnvægi og bættri líkamsbeitingu hestsins. Kynntar verða brokkspírur og hindranir á uppbyggilegan hátt, sem… Read More »Vinna við hendi og hringteymingar – Framhaldsnámskeið

Vinna við hendi og hringteymingar – Grunnnámskeið

Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það… Read More »Vinna við hendi og hringteymingar – Grunnnámskeið

Opinn tími fyrir yngri flokka

Vekjum athygli á því að fráteknir eru opnir tímar fyrir yngri flokka (10-21 árs) í reiðhöllum Spretts. Í sumum tímum er fyrirfram ákveðið hvað verður gert, t.d. stundum verða settar upp hindranir eða farið í leiki, aðra daga mæta kennarar sem hægt er að spyrja ráða hjá og einnig verða frjálsir tímar. Í desember byrjum við með frátekna tíma í Samskipahöll 1x í viku. Eftir… Read More »Opinn tími fyrir yngri flokka

Helgarnámskeið með Þórarni Ragnarssyni

Helgina 9.-11.des. nk. verður haldið helgarnámskeið með reiðkennaranum Þórarni Ragnarssyni. Kennt verður föstudag til sunnudags í Samskipahöllinni. Þórarinn er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla. Hann hefur látið að sér kveða á keppnisbrautinni hvort sem er í gæðingakeppni eða íþróttakeppni. Einnig hefur hann náð góðum árangri á kynbótabrautinni. Kennt verður í einkatímum; 30 mín á föstudeginum og 45 mín á laugardegi og sunnudegi.Kennt verður á tímabilinu kl.16:00-21:00… Read More »Helgarnámskeið með Þórarni Ragnarssyni

Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts

Á aðalfundi Hrossaræktarfélags Spretts 24.11.22 voru m.a. veitt verðlaun fyrir efstu hross í 4 flokkum hryssna og hesta., auk þess kynbótahross ársins og ræktunarbú ársins. Sjá má hrossin á meðfylgjandi myndbandi. Kynbótahross ársins er: Lydía f. Eystri-Hól IS2015280469  ae: 8,65, án skeiðs 9.07 Ræktunarbú ársins er Eystri-Hóll, þar eru  ræktendur Hestar ehf. https://we.tl/t-5GPr5FpIyQ

Afrekssjóður íþróttaráðs Kópavogs

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í afrekssjóð fyrir árið 2022. Reglur má sjá hér fyrir neðan. Umsóknarferlið er rafrænt þetta árið og biðjum við ykkur um að fylla þetta skjal út ef sækja á um; Umsókn um afreksstyrk – 2022 – Google Forms Umsóknarfrestur er til og með 20. Desember 2022. Reglugerð afrekssjóðs SÍK

Reiðhallarlyklar

Nú eru Sprettarar komnir á fulla ferð, margir eru búnir að virkja reiðhallalyklana sína einnig eru fjölmargir nýjir notendur. Til þess að fá lykil eða láta virkja lykil þá er best að senda póst á [email protected] með upplýsingum um til hversu langs tíma lykilinn á að vera opinn og hver sé skráður fyrir honum.  Allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir lykli og vera skráðir í hestamannafélagið… Read More »Reiðhallarlyklar