Skip to content

Fréttir

Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Gæðingamót Spretts verður haldið dagana 24-27. maí 2024 á félagssvæði Spretts.Mótið er einnig úrtaka fyrir Landsmót 2024.Boðið verður upp á seinni umferð úrtöku sem haldin verður mánudagskvöldið 27.maí. Skráning í seinni umferð er valkvæð. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi mætt til keppni í fyrri umferð. Drög að dagskrá mótsins, birt með fyrirvara um breytingar. FÖSTUDAGUR 24. Maí18:00 T119:00 250m skeið19:30… Read More »Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Fyrirlestur um magabólgur og magasár

Hestamannafélagið Sprettur – hrossaræktarnefnd býður hestamönnum uppá ókeypis fyrirlestur fyrir allt hestafólk. Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 18.jan kl 20 í veislusal Spretts Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknir mun halda fyrirlestur um magabólgur og magasár í hrossum og fara yfir niðurstöður rannsókna hennar á því.Hvetjum hestafólk á höfuðborgarsvæðinu eindregið til að mæta. Mjög gagnlegur fyrirlestur um meðferð hrossa, gjafir og fleira.Aðgangur er ókeypis

Félagsgjöls Spretts 2024

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Starfsmenn félagsins eru Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Emil Tómas kom til starfa á haustmánuðum og sér um ýmis verk sem… Read More »Félagsgjöls Spretts 2024

Liðin í 1. deildinni klár

Undirbúningur á fullu fyrir fyrsta mót 1. deildarinnar. 1. deildin er nýjasta viðbótin í innanhús keppnis flórunni í vetur. Deildin er haldin í Samskipahöllinni og er fyrsta mótið 23. febrúar. Deildinni er ætlað að brúa bilið á milli Áhugamannadeildarinnar og Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum. Keppniskvöldin verða eftirfarandi: 23.feb (föstud) fjórg 7.mars (fimmtud) gæðingalist 16.mars (laugardag) slaktaumat 4.apríl (fimmtud) fimmg 18. apríl (fimmtud) 100m skeið og tölt… Read More »Liðin í 1. deildinni klár

„Bling“ námskeið

Þriðjudaginn 16.janúar í veislusalnum í Samskipahöllinni í Spretti verður boðið upp á eina kvöldstund fyrir yngri flokka þar sem hver og einn útbýr „bling“ skreytta ennisól á sitt eigið beisli Á námskeiðinu verður í boði að skreyta ennisólar með allskonar fallegum steinum og skrauti undir leiðsögn frá Sigríðar Pjetursdóttur. Í boði verða tveir hópar, kl.17:00 og kl.19:00. Áætlað er að hvor hópurinn sé um 60-90mín.… Read More »„Bling“ námskeið

Lýsing á reiðleiðum

Eins og við öll höfum fundið fyrir þá hefur vinna við lagningu kapla og tengingar á lýsingu á reiðleiðum okkar tafist en nú sér loks fyrir endan á þeirri töf hjá verktökum og Veitum . Í þessari viku verða verktakar við vinnu við tengingar á ljóskúplum á þeim staurum sem hafa verið settir upp undanfarið og að þeirri vinnu lokinni þá geta Veitur hleypt rafmagni… Read More »Lýsing á reiðleiðum

Forsala Landsmótsmiða

Kæru hestamenn!Um leið og við óskum ykkur gleðilegs Landsmótsárs 2024 tilkynnum við aðforsölutilboð okkar á miðum á Landsmót hestamanna í Reykjavík 2024 hefurverið framlengt til og með fimmtudagsins 4.janúar vegna fjölda áskoranaog beiðna.Tryggið ykkur miða á besta verðinu, 21.900kr, á tix.is. Hlökkum til aðsjá ykkur á Landsmóti í Reykjavík!

Jólagaman ungra sprettara

Föstudaginn 29.desember verður haldið „Jólagaman ungra Sprettara“. Gleðin hefst kl.12:00 og verður haldin í Samskipahöllinni. Skráning fer fram á staðnum kl.11:45-12:00. Fyrri liðurinn á jólagleðinni verður keppni í „hobby horsing“ þar sem hver keppandi mætir með sinn prikhest/kúst og fer í gegnum hindranabraut. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með skreytta „kústhesta“ og verða veitt verðlaun fyrir „fallegasta kústhestinn“ ásamt því að veitt verða verðlaun… Read More »Jólagaman ungra sprettara

Viðrunarhólf Spretts lokuð

Notkun á viðrunarhófum Spretts er óheimil frá og með deginum í dag, 27.des 2023 og þar til við úthlutm hólfunum í vor. Ástæða þess að við viljum vernda grasrótina í hólfunum svo ekki myndist drullusvað í þeim þegar hross eru úti nú þegar tíðin er misjöfn og grasrótin viðkvæm. Vinsamlega virðið þessi tilmæli.