Skip to content

Fyrirlestur um magabólgur og magasár

Hestamannafélagið Sprettur – hrossaræktarnefnd býður hestamönnum uppá ókeypis fyrirlestur fyrir allt hestafólk. Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 18.jan kl 20 í veislusal Spretts
Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknir mun halda fyrirlestur um magabólgur og magasár í hrossum og fara yfir niðurstöður rannsókna hennar á því.
Hvetjum hestafólk á höfuðborgarsvæðinu eindregið til að mæta. Mjög gagnlegur fyrirlestur um meðferð hrossa, gjafir og fleira.
Aðgangur er ókeypis