Skip to content

Jólagaman ungra sprettara

Föstudaginn 29.desember verður haldið „Jólagaman ungra Sprettara“. Gleðin hefst kl.12:00 og verður haldin í Samskipahöllinni. Skráning fer fram á staðnum kl.11:45-12:00.

Fyrri liðurinn á jólagleðinni verður keppni í „hobby horsing“ þar sem hver keppandi mætir með sinn prikhest/kúst og fer í gegnum hindranabraut. Þátttakendur eru hvattir til að mæta með skreytta „kústhesta“ og verða veitt verðlaun fyrir „fallegasta kústhestinn“ ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir efstu 3 keppendurna í hindranabrautinni.

Seinni liðurinn á jólagleðinni verður liðakeppni þar sem keppt verður í ýmsum þrautum. 3-4 einstaklingar mynda lið og keppt verður í ýmsum þrautum, s.s. hjólböruakstri, kapphlaupi og pokahoppi. Liðin þurfa að skrá sig á staðnum milli kl.11:45-12:00. Nauðsynlegt er að hafa amk einn fullorðinn í hverju liði.

Hlökkum til að sjá sem flesta föstudaginn 29.desember, hafa gaman og hlæja saman 🎅