Skip to content

Fréttir

Tökum tillit til hvors annars í reiðhöllum Spretts.

Af gefnu tilefni bið ég félagsmenn sem nýta reiðhallir Spretts til að sýna öðrum ávalt tillit. Undanfarið hafa kvartanir borist undan félagsmönnum sem ríða geyst í reiðhöllunum, jafnvel hafa viðkomandi aðilar riðið á aðra hesta og knapa og því miður hefur gassareið félagsmanna orðið til þess að aðrir hafa dottið af baki inni í höllum félagsins. Bið þá félagsmenn sem ætla að ríða yfirferðagang að… Read More »Tökum tillit til hvors annars í reiðhöllum Spretts.

Samskipadeildin, áhugamannadeild Spretts 2024

Nú styttist í að keppnistímabil Samskipadeildarinnar, áhugamannadeild Spretts 2024 hefjist. Við hefjum keppni fimmtudagskvöldið 22. febrúar þegar keppt verður í fjórgangi, styrktaraðili kvöldsins er Josera. Við ætlum að hafa sama snið á deildinni og í fyrra, öll lið hafa möguleika á að tefla fram öllum 5 knöpum liðsins í öllum greinum, en áfram verður það þannig að árangur efstu þriggja knapa hvers liðs telja til… Read More »Samskipadeildin, áhugamannadeild Spretts 2024

Þorrablót Spretts 3.feb

Þorrablót Spretts verður haldið í veislusalnum þann 3. feb nk. Hreimur Örn Heimisson verður veislustjóri, Sprettskórinn tekur nokkur lög og svo stígum við til dans fram á nótt . Miðaverð er 11.900kr eingöngu verður hægt að panta miða í forsölu. Borðapantanir/miðapantanir fara fram í gegnum netfangið Sprettur@sprettarar.is Skemmtinefnd Spretts

Grímu og glasafimi Spretts 2024

Skemmtilegasta mót ársins mun fara fram 27 jan nk – Grímu og glasafimi. Fjörið hefst kl 17:30 Við hvetjum unga sem og eldri Sprettara til þess að spreyta sig á sínum gæðing. Það verða riðnir 2 hringir með glas í hendi og sá sem sullar minnst úr sínu glasi vinnur sinn flokk. Það er valfrjálst að mæta í búning en sérstök verðlaun verða hins vegar… Read More »Grímu og glasafimi Spretts 2024

Vinna í Húsasmiðjuhöllinni

Frá og með morgundeginum ( 17.jan) og næstu daga verður pípari ( stundum rafvirki líka) að störfum í Húsasmiðjuhöllinni á daginn fá kl 8-16. Unnið verður að því að setja upp hitablásara og lagnir í höllinni, styttist í að hiti komist á höllina. Bið Sprettara sem nýta höllina til þjálfunar um að sýna píparanum tillit og þolinmæði við störf sín. Þar sem ískalt er í… Read More »Vinna í Húsasmiðjuhöllinni

BLUE LAGOON mótaröðin

Vinsæla BLUE LAGOON mótaröðin verður á sínum stað í vetur í Samskipahöllinni í Spretti. Mótaröðin er ætluð börnum, unglingum og ungmennum alls staðar af landinu. Einnig verður boðið upp á einstaka keppni í pollaflokki þann 29.febrúar. Keppt verður á fimmtudögum. Húsið opnar kl.17:15 og mótin hefjast kl.17:30. Skráningagjöld verða 3500kr.15.febrúar Fjórgangur29.febrúar Fimmgangur og pollakeppni21.mars Tölt og slaktaumatölt11.apríl Gæðingakeppni innanhúss Sex efstu knapar fara í úrslit… Read More »BLUE LAGOON mótaröðin

Fyrirlestraröð yngri flokka

Fyrirlestraröðin er sameiginleg fyrir knapa í yngri flokkum Spretts, Fáks og Sóta. Haldnir verða fjórir fróðlegir fyrirlestrar sem ætlaðir eru sérstaklega fyrir knapa í yngri flokkum – barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. 1) Þriðjudaginn 30.janúar kl.19:00 í veislusalnum í Samskipahöllinni, SprettiHalldór Victorsson íþróttadómari – Hvað eru íþróttadómarar að hugsa? Halldór fer yfir lög og reglur, dómsskala og allt sem viðkemur keppni í íþróttakeppni. 2) Miðvikudaginn 14.febrúar… Read More »Fyrirlestraröð yngri flokka

Þjálfaramenntun í fjarnámi vorönn 2024

Þjálfaramenntun í  fjarnámi vorönn 2024  Skráning á Abler:  www.abler.io/shop/isi   Skráningarfrestur til 4. febrúar!  Vorfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 5. febrúar nk. og verður í boði að taka 1. og 2. stig  þjálfaramenntunar ÍSÍ. Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur.   Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt  þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.  Nemendur velja rétt… Read More »Þjálfaramenntun í fjarnámi vorönn 2024

Ógreidd félagsgjöld 2023 vinsamlega gerið skil.

Nú er verið að fara í gegnum félagaskrá Spretts og skuldalista félagsmanna, félagsmenn sem enn hafa ekki greitt félagsgjöld 2023 verða teknir af félagaskrá á næstu dögum, lokað verður á WF aðgang þeirra og reiðhallarlykla sé viðkomandi með reiðhallarlykil. Til þess að geta fengið aðgang að reiðhöllum félagsins, sótt námskeið, nýtt sér Worldfeng aðgang, keppt fyrir hönd félagsins þarf viðkomandi að vera skuldlaus félagi í… Read More »Ógreidd félagsgjöld 2023 vinsamlega gerið skil.

Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Gæðingamót Spretts verður haldið dagana 24-27. maí 2024 á félagssvæði Spretts.Mótið er einnig úrtaka fyrir Landsmót 2024.Boðið verður upp á seinni umferð úrtöku sem haldin verður mánudagskvöldið 27.maí. Skráning í seinni umferð er valkvæð. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi mætt til keppni í fyrri umferð. Drög að dagskrá mótsins, birt með fyrirvara um breytingar. FÖSTUDAGUR 24. Maí18:00 T119:00 250m skeið19:30… Read More »Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka