Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Þrautabrauta & leikjadagur

Laugardaginn 20.apríl nk verður haldinn ÞRAUTABRAUTAR & LEIKAJADAGUR SPRETTS 2024. Dagurinn er ætlaður ungum Spretturum. Aldursviðmið eru pollar, börn og unglingar – en allir eru velkomnir! Sett verður upp hesta-þrautabraut í Samskipahöllinni þar sem hver og einn mætir með sinn hest, það má mæta í búning ef stemming er fyrir því 🙂 Skipt verður í hópa eftir aldri, sjá dagskrá og tímasetningar. Að loknum öllum… Read More »Þrautabrauta & leikjadagur

Landsmótsleikar Spretts og Fáks

Þann 21. apríl næstkomandi verður síðasta vetrarmót Spretts haldið þar sem Fáksmönnum er boðið að koma og taka þátt. Aukum stemmingu meðal félaganna þar sem við erum að halda Landsmót saman í sumar. Skráning er opin og fer fram á sportfengur.com – skráningu lýkur á miðnætti 18.apríl nk.. Veglegir vinningar í boði eins og frímiðar á Landsmót fyrir efsta sæti í A- og B-flokki. Gerum… Read More »Landsmótsleikar Spretts og Fáks

Pollanámskeið í stóra gerðinu við Magnúsarlund!

Kæru Sprettarar, á morgun, laugardaginn 13.apríl milli kl.10-13 verður kennsla í stóra gerðinu við Magnúsarlund. Þar verða okkar yngstu knapar í kennslu, pollanámskeið Spretts, undir handleiðslu Hrafnhildar Blöndahl. Gerðið verður því upptekið frá kl.10-13.Við biðjum ykkur um að taka tillit þegar riðið er framhjá og fara rólega framhjá. Með fyrirfram þökk,Þórdís og Hrafnhildur.

Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Ertu að stefna á að keppa? Eða langar þig að gera reiðhestinn þinn þjálli og skemmtilegri? Eða langar þig að fá aðstoð með nýja reiðhestinn þinn? Nú er að fara af stað einstaklingsmiðað námskeið þar sem nemandi og kennari setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að því yfir tímabil námskeiðsins. Markmið námskeiðsins er því ekki eitthvað eitt verkefni, heldur einstaklingsbundið. Námskeiðið er ætlað öllum,… Read More »Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Úrslit í gæðingakeppni BLUE LAGOON

Fimmtudaginn 11.apríl fór fram keppni í gæðingakeppni í BLUE LAGOON mótaröð Spretts sem jafnframt var síðasta mótið í þessari BLUE LAGOON mótaröð Spretts 2024. Gífurlega góð þátttaka var í gæðingakeppni og þá sérstaklega í barna- og unglingaflokki. Í barnaflokki sigraði Kristín Rut Jónsdóttir á hryssunni Flugu frá Garðabæ með einkunnina 8,63. Hún var jafnframt stigahæsti knapinn í mótaröðinni í barnaflokki. Í unglingaflokki voru Snæfríður Ásta… Read More »Úrslit í gæðingakeppni BLUE LAGOON

Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni!

Hver einkatími er 40mín. Tímar í boði á milli kl.15:00 til 21:00. Kennt verður í Samskipahöll í hólfi 3. Kennt verður annan hvern þriðjudag og hefst kennsla þriðjudaginn 7.maí. 3 skipti samtals. Kennt verður; 7.maí, 21.maí og 4.júní. Verð er 41.000kr. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfprettur og opnar laugardaginn 13.apríl kl.12:00. Athugið að það þarf að „refresha“ /endurhlaða síðuna ef námskeiðið birtist ekki – eða… Read More »Einkatímar hjá Magnúsi Lárussyni!

Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

Reiðkennarinn Róbert Petersen býður upp á einka- og paratíma í Samskipahöllinni í vetur. Kennslan er sérsniðin að þörfum og óskum hvers og eins nemanda/hesti. Kennt verður á þriðjudögum í Samskipahöllinni. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16.apríl og lýkur 7.maí, samtals 4 skipti. Tímasetningar í boði milli kl.16:00 og 21:00. Í boði eru paratímar, kennt er í 60mín. og einkatímar, kennt er í 40mín. Samtals 4 skipti. Verð… Read More »Einka- og paratímar hjá Róberti Petersen!

BLUE LAGOON gæðingamót og stigakeppni

Skráning á BLUE LAGOON gæðingamótið er í fullum gangi! Skráning fer fram á sportfengur.com og lýkur á miðnætti þriðjudaginn 9.apríl. VIð hvetjum alla knapa í yngri flokkum til að taka þátt! Gæðingamótið er jafnframt síðasta BLUE LAGOON mótið í mótaröðinni í vetur en keppendur hafa safnað sér stigum með þátttöku í vetur. Við munum því einnig verðlauna stigahæsta knapann í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. Staðan… Read More »BLUE LAGOON gæðingamót og stigakeppni

BLUE LAGOON gæðingakeppni

Síðasta mótið í Blue Lagoon mótaröð Spretts verður haldið fimmtudaginn 11.apríl en þá verður keppt í gæðingakeppni innanhúss. Eftirfarandi flokkar eru í boði, riðið verður heilt prógramm í forkeppni og einn inn á í einu:Barnaflokkur (10-13 ára)Unglingaflokkur (14-17 áraUngmennaflokkur (18-21árs) Keppendur sýna:Barnaflokkur (Fet, tölt eða brokk, stökk)Unglingaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og yfirferðargangur-annaðhvort tölt eða brokk)Ungmennaflokkur (fet, hægt tölt, brokk, stökk og greitt tölt)… Read More »BLUE LAGOON gæðingakeppni

Hindrunarstökk

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst fimmtudaginn 18.apríl. Kennt verður á fimmtudögum, samtals 4 skipti. Ath! ekki er kennt sumardaginn fyrsta, 25.apríl. Boðið verður upp á tvo hópa: – fyrir yngri knapa, 10-21árs, kennt kl.16:30-17:15 – fyrir eldri knapar, 22+, kennt kl.17:15-18:00. Kennt verður í Húsasmiðjuhöll. 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn… Read More »Hindrunarstökk