Skip to content

Þrautabrauta & leikjadagur

Laugardaginn 20.apríl nk verður haldinn ÞRAUTABRAUTAR & LEIKAJADAGUR SPRETTS 2024.

Dagurinn er ætlaður ungum Spretturum. Aldursviðmið eru pollar, börn og unglingar – en allir eru velkomnir!

Sett verður upp hesta-þrautabraut í Samskipahöllinni þar sem hver og einn mætir með sinn hest, það má mæta í búning ef stemming er fyrir því 🙂 Skipt verður í hópa eftir aldri, sjá dagskrá og tímasetningar.

Að loknum öllum flokkum í hesta-þrautabraut verður boðið til grillveislu ásamt því að settir verða upp hoppukastalar og farið í leiki í Samskipahöllinni.

Dagskrá:
10:30 – 11:00 Pollar – teymdir
11:00 – 12:00 Pollar – ríða sjálfir
12:00 – 13:00 Börn og unglingar
13:30 – 15:00 Pylsupartý, hoppukastalar og leikir

Skráning hér;
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6Mjg4MDM=

Vonumst til að sjá sem flesta!