Skip to content

Úrslit í gæðingakeppni BLUE LAGOON

Fimmtudaginn 11.apríl fór fram keppni í gæðingakeppni í BLUE LAGOON mótaröð Spretts sem jafnframt var síðasta mótið í þessari BLUE LAGOON mótaröð Spretts 2024.

Gífurlega góð þátttaka var í gæðingakeppni og þá sérstaklega í barna- og unglingaflokki. Í barnaflokki sigraði Kristín Rut Jónsdóttir á hryssunni Flugu frá Garðabæ með einkunnina 8,63. Hún var jafnframt stigahæsti knapinn í mótaröðinni í barnaflokki.

Í unglingaflokki voru Snæfríður Ásta Jónasdóttir á Liljari frá Varmalandi og Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir á Radíus frá Hofsstöðum jafnar með einkunnina 8,56. Fór svo að Snæfríður Ásta og Liljar urðu hlutskarpari eftir sætaröðun. Stigahæsti knapinn í mótaröðinni í unglingaflokki var Fanndís Helgadóttir.

Í ungmennaflokki sigraði Herdís Björg Jóhannsdóttir á Augasteini frá Fákshólum með einkunnina 8,57. Stigahæsti knapinn í mótaröðinni í ungmennflokki var Lilja Dögg Ágústsdóttir.

Í verðlaun hlutu knapar m.a. stallmúl, band, fóðurpoka, umhirðuvörur, kamba og hófsköfur. Lífland og TopReiter hafa styrkt mótaröðina myndarlega og þökkum við þeim kærlega fyrir. Að mótinu standa sjálfboðaliðar í Spretti og án þeirra væri ekkert mót – færum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra vinnu í vetur. Að lokum viljum við þakka BLUE LAGOON innilega fyrir þeirra myndarlega stuðning við þessa mikilvægu mótaröð fyrir unga fólkið okkar í hestaíþróttinni.

BLUE LAGOON mótaröðin hefur fest sig í sessi sem mikilvægur hlekkur í mótahaldi hjá ungu kynslóðinni og gefur þeim mörgum hverjum tækifæri á að feta sín fyrstu spor í keppni. BLUE LAGOON nefndin þakkar keppendum og aðstandendum kærlega fyrir þeirra þátttöku og við hlökkum til að sjá ykkur að ári!

Niðurstöður voru eftirfarandi:
Barnaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Kristín Rut Jónsdóttir / Fluga frá Garðabæ 8,62
2 Viktoría Huld Hannesdóttir / Sigurpáll frá Varmalandi 8,62
3 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir / Tenór frá Litlu-Sandvík 8,57
4 Gabríela Máney Gunnarsdóttir / Bjartur frá Hlemmiskeiði 3 8,52
5 Hilmir Páll Hannesson / Grímur frá Skógarási 8,45
6 Hákon Þór Kristinsson / Gustur frá Bjarnanesi 8,40

Unglingaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1-2 Snæfríður Ásta Jónasdóttir / Liljar frá Varmalandi 8,56
1-2 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir / Radíus frá Hofsstöðum 8,56
3 Elsa Kristín Grétarsdóttir / Arnar frá Sólvangi 8,46
4 Þórdís Arnþórsdóttir / Hrönn frá Þjóðólfshaga 1 8,35
5 Tara Lovísa Karlsdóttir / Smyrill frá Vorsabæ II 8,34
6 Bryndís Anna Gunnarsdóttir / Foringi frá Laxárholti 2 8,33

Ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Herdís Björg Jóhannsdóttir / Augasteinn frá Fákshólum 8,57
2 Lilja Dögg Ágústsdóttir / Döggin frá Eystra-Fróðholti 8,54
3 Þórdís Agla Jóhannsdóttir / Kolfinna frá Björgum 8,37
4 Aníta Rós Kristjánsdóttir / Samba frá Reykjavík 8,26
5 María Björk Leifsdóttir / Sunna frá Stóra-Rimakoti 8,23
6 Jessica Ósk Lavender / Gjöf frá Brenniborg 8,22