Skip to content

Einkatímar hjá Guðrúnu Margréti

Ertu að stefna á að keppa? Eða langar þig að gera reiðhestinn þinn þjálli og skemmtilegri? Eða langar þig að fá aðstoð með nýja reiðhestinn þinn?

Nú er að fara af stað einstaklingsmiðað námskeið þar sem nemandi og kennari setja sér raunhæf markmið og vinna markvisst að því yfir tímabil námskeiðsins. Markmið námskeiðsins er því ekki eitthvað eitt verkefni, heldur einstaklingsbundið.

Námskeiðið er ætlað öllum, ekkert aldurstakmark og ekkert getuþak.

Kennt er í 30 mínútur í 7 skipti. Tímasetningar í boði milli 14:30-19:00. Hægt er að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar ef óskað er eftir öðrum tímasetningum.

Kennt er eftirfarandi daga/staðsetningar:
Þriðjudaginn 16.apríl í Samskipahöll
Þriðjudaginn 23.apríl í Húsasmiðjuhöll
Laugardaginn 27.apríl í Samskipahöll
Þriðjudaginn 30.apríl í Samskipahöll
Þriðjudaginn 7.maí í Húsasmiðjuhöll og/eða úti
Þriðjudaginn 14.maí í Samskipahöll og/eða úti
Þriðjudaginn 21.maí í Samskipahöll og/eða úti

Fyrir þá sem hafa áhuga á keppni hafa þann möguleika að taka tíma úti á hringvelli.

Kennari námskeiðsins er Guðrún Margrét Valsteinsdóttir útskrifuð með B. Sc. í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.

Verð fyrir fullorðna er 48.500kr
Verð fyrir yngri flokka er 36.000kr

Yngri flokkar geta skráð sig á aðrar tímasetningar, heldur en þær sem eru gefnar upp, með því að hafa samband við [email protected]

Skráning fer fram á sportabler.com og opnar fyrir skráningu laugardaginn 13.apríl kl.12:00. ATH – að refresha þarf síðuna ef námskeiðið kemur ekki upp, eða þá að slá inn nafnið á námskeiðinu í leitarstikuna „Einkatímar Guðrún Margrét“