Skip to content

Landsmótsleikar Spretts og Fáks

Þann 21. apríl næstkomandi verður síðasta vetrarmót Spretts haldið þar sem Fáksmönnum er boðið að koma og taka þátt. Aukum stemmingu meðal félaganna þar sem við erum að halda Landsmót saman í sumar. Skráning er opin og fer fram á sportfengur.com – skráningu lýkur á miðnætti 18.apríl nk..

Veglegir vinningar í boði eins og frímiðar á Landsmót fyrir efsta sæti í A- og B-flokki. Gerum okkur glaðan dag saman og undirbúum gæðingaveislu sumarsins.

Hlökkum til að sjá ykkur!