Skip to content

Fréttir

Hindrunarstökk fullorðinna

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökk fullorðinna

Josera fimmgangur Samskipadeildarinnar

Næstkomandi föstudag, 24.mars verður Josera fimmgangurinn í Samskipadeildinni. Fimmgangurinn er eitt mest spennandi mótið í Samskipadeildinni. Þessi grein er eins og flestir vita mjög krefjandi og hafa knaparnir okkar lagt nótt við dag við undirbúninginn. Þessa helgina eru æfingatímar hjá öllum liðunum og rennur skráningarfrestur út á mánudag. Spennan er mikil enda ríður á að klárinn liggi í höllinni á föstudaginn. Veislan byrjar kl. 18:30… Read More »Josera fimmgangur Samskipadeildarinnar

Hindrunarstökksnámskeið

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst sunnudaginn 26.mars. Kennt verður á sunnudögum, samtals 4 skipti. Námskeiðið er fyrir knapa í yngri flokkum, 10 ára til 21 árs, sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf… Read More »Hindrunarstökksnámskeið

opið æfingamót í gæðingalist

Haldið verður opið æfingamót í gæðingalist laugardaginn 18. mars nk. í Samskipahöllinni í Spretti. Stefnt er að byrja keppni um kl.14:30 eða 15:00 á laugardegi, fer eftir fjölda skráninga. Mótið er æfingamót, það verða tveir virkir gæðingalistar dómarar sem gefa einkunnir og umsögn sem keppendur fá svo sent til sín í tölvupósti. Engin úrslit riðin, bara forkeppni. Hægt er að skrá til keppni í öllum… Read More »opið æfingamót í gæðingalist

Einkatímar hjá Viðari

Þriðjudaginn 28.mars og mánudaginn 3.apríl mun Viðar Ingólfsson bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti.  Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir 28.mars og 3.apríl í Samskipahöllinni. Tímasetningar í boði frá kl.16:15-20:00. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Skráning er opin inni á Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc3OTc=?

Dagskrá og ráslistar Opna Þrígangsmóts Sprett

Opna Þrígangsmóts Spretts og 20 & sjö Mathús og Bar verður haldið í Samskipahöllinni föstudagskvöldið 17.mars næstkomandi. Þátttaka á mótinu er frábær og hlakkar okkur í Spretti til að sjá keppendur og aðstandendur þeirra í sætunum í stúkunni í Samskipahöllinni. Veitingasalan verður opiní veislusal Spretts á meðan forkeppni stendur yfir. Dagskrá mótsins er eftirfarandi 18:00 FIMMGANGUR, F3Fullorðinsflokkur – 1. Flokkur19:00 V6Unglingaflokkur, minna vanir19:10 V5 Unglingaflokkur,… Read More »Dagskrá og ráslistar Opna Þrígangsmóts Sprett

2.vetrarleikar Spretts

Nk sunnudag 19.mars verða aðrir vetrarleikar Spretts 2023 Skráning verður í anddyri veislusal Spretts kl 11:00-12:00 Keppt verður á hefðbundin hátt vetrarleika, uppá vinstri hönd, hægt tölt og svo fegurðartölt. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Nefndin áskilur sér rétt til að sameina… Read More »2.vetrarleikar Spretts

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

Reiðámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur halda áfram næsta mánudag, 20.mars. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega… Read More »Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

Vinna við reiðleið

í dag, 13.mars hefst vinna við lagfæringu á reiðleið á syðri hluta skeifunnar, verður sú vinna í gangi næstu daga, vörubílar munu því þurfa að fara í gegnum gamla hverfið og keyra gömlu skeiðbrautina (merkt með gulu á mynd) reiðleiðin verður hækkuð upp með fram skeifunni (mertk með grænu á mynd). Vonandi verður ónæðið sem minnst fyrir Sprettara en hjá því er nú samt ekki… Read More »Vinna við reiðleið