Næstkomandi föstudag, 24.mars verður Josera fimmgangurinn í Samskipadeildinni.
Fimmgangurinn er eitt mest spennandi mótið í Samskipadeildinni. Þessi grein er eins og flestir vita mjög krefjandi og hafa knaparnir okkar lagt nótt við dag við undirbúninginn. Þessa helgina eru æfingatímar hjá öllum liðunum og rennur skráningarfrestur út á mánudag. Spennan er mikil enda ríður á að klárinn liggi í höllinni á föstudaginn.
Veislan byrjar kl. 18:30 þann 24.nk og húsið opnar kl. 17:30. Kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi verða á matseðlinum og auðvitað verður barinn opinn.
Vð hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Samskipahöllina, njóta góðra veitinga og horfa á spennandi keppni.
Hlökkum til að sjá ykkur!!