Skip to content

Fréttir

Móttaka kvenna

Sprettskonur taka þann 17 maí 2023 á móti konum frá Sörla og Fáki. Allar Sprettskonur þurfa að taka daginn frá. Til að móttakan verði sem ánægjulegust fyrirgestgjafa og gesti þurfum við Sprettskonur að vinna saman eins og okkur einum er lagið.Þetta er móttaka Sprettskvenna því þarf þú að koma með þínar hugmyndir og taka þátt framkvæmdinni. Undirbúningnum er skipt niður niður í verkpakka til að… Read More »Móttaka kvenna

Opið Íþróttamót Spretts 2023

Skráning á mótið er opin og mun standa til miðnættis sunnudagsins 7.maí. Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 11.-14.maí Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Sprettur áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka. Það er mikil vinna sem liggur að baki undirbúningi og framkvæmd íþróttamótsins. Flest vinum við þetta í sjálfboðavinnu og með glöðu geði. Hins vegar… Read More »Opið Íþróttamót Spretts 2023

Hindrunarstökksmót Spretts

Sunnudaginn 7. maí verður haldið hindrunarstökksmót í Húsasmiðjuhöllinni í Spretti. Keppni verður með eftirfarandi hætti; Kl.14:00 Brautin verður sett upp.Kl.14:30 Keppendum gefst kostur á að skoða brautina ásamt hesti sínum.Kl.15:00 Keppni hefst. Fyrst verður keppt í flokki 17 ára og yngri, tvær umferðir. Að honum loknum hefst keppni í 18 ára og eldri, tvær umferðir. Verðlaunaafhending að loknum báðum flokkum. Riðnar verða tvær umferðir, betri… Read More »Hindrunarstökksmót Spretts

Hreinsunardagur Spretts, taka tvö 3.maí.

Vegna dræmrar þáttöku á hreinsunardegi Spretts 19.aprí sl blásum við aftur til hreinsunardags á félagssvæði hmf.Spretts. Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 3.maí. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa. Stefnt er einnig á að raka og grjóthreinsa reiðvegi í… Read More »Hreinsunardagur Spretts, taka tvö 3.maí.

Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga

Boðið verður upp á útreiðarnámskeið í maí fyrir börn og unglinga. Á námskeiðinu verður farið yfir stjórnun og ásetu hjá knapa ásamt því að þjálfa markvisst gangtegundir og hvernig hægt er að nýta reiðleiðir og mismunandi landslag til þjálfunar. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér útigerði og hringgerði til þjálfunar. Einungis 3-4 í hverjum hóp, samtals 5 skipti, um 60mín hver… Read More »Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga

Flóamarkaður Spretts

Fimmtudaginn 4. maí nk. mun Æskulýðsnefnd Spretts standa fyrir Flóamarkaði í veislusal Spretts milli kl.17-20. Þar verður hægt að versla ódýr, notuð en vel með farin hestaföt og búnað fyrir alla aldurshópa. Þeir sem hafa hug á að selja fatnað og búnað sjálfir geta leigt borð á 5000kr. Þeir sem hafa hug á að gefa æskulýðsnefnd notaðan fatnað geta komið með fatnað og búnað milli… Read More »Flóamarkaður Spretts

Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!

Reiðkennarinn Hans Þór Hilmarsson heldur námskeið í Spretti helgina 6.-7.maí nk. Kennt verður laugardag og sunnudag í 40 mín einkatímum. Kennt verður í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.9:00 og 17:00 laugardag og sunnudag. Hans Þór hefur getið sér gott orð bæði á keppnis- og kynbótavellinum og þykir bæði fjölhæfur og flinkur knapi. Að ógleymdri stórsýningu hans á Sindra frá Hjarðartúni, sem fór í… Read More »Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!

Járninganámskeið 28.-30.apríl

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »Járninganámskeið 28.-30.apríl

Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar

Dregið hefur verið í stóðhestahappdrætti æskunnar! Vinningsmiðarnir eru eftirfarandi; Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ – miði nr.62Grímur frá Skógarási – miði nr.Lexus frá Vatnsleysu – miði nr.22Ljósvaki frá Valstrýtu – miði nr.168Ljósvíkingur frá Hamarsey – miði nr.155Styrkur frá Stokkhólma – miði nr.10Vísir frá Ytra-Hóli – miði nr.14 Vinningshafar eru beðnir um að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is og fá nánari upplýsingar um sína vinninga. Barna- og unglingaráð… Read More »Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar