Skip to content

Hindrunarstökksmót Spretts

Sunnudaginn 7. maí verður haldið hindrunarstökksmót í Húsasmiðjuhöllinni í Spretti.

Keppni verður með eftirfarandi hætti;

Kl.14:00 Brautin verður sett upp.
Kl.14:30 Keppendum gefst kostur á að skoða brautina ásamt hesti sínum.
Kl.15:00 Keppni hefst. Fyrst verður keppt í flokki 17 ára og yngri, tvær umferðir. Að honum loknum hefst keppni í 18 ára og eldri, tvær umferðir. Verðlaunaafhending að loknum báðum flokkum.

Riðnar verða tvær umferðir, betri umferðin gildir. Besti/fljótasti tíminn ásamt fæstum fellum gildir til verðlauna. Verðlaunað verður fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki.

Skráning fer fram á sportfengur.com og er opin til miðnættis föstudagsins 5. maí.
Skráningargjaldið er 2500kr.
Knapar 17 ára og yngri skrá sig í flokkinn stökk 300m.
Knapar 18 ára og eldri skrá sig í flokkinn stökk 400m.