Skip to content

Hreinsunardagur Spretts, taka tvö 3.maí.

Vegna dræmrar þáttöku á hreinsunardegi Spretts 19.aprí sl blásum við aftur til hreinsunardags á félagssvæði hmf.Spretts.

Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 3.maí.

Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa.

Stefnt er einnig á að raka og grjóthreinsa reiðvegi í næsta nágrenni við hverfin.

Ruslagámar verða bæði við Samskipahöllina og Húsasmiðjuhöllina.

Þeir sem eiga bagga eða rúllur á baggaplaninu eru sérstaklega beðnir um að mæta þangað og taka til, heilmikið af rusli hefur safnast á planinu í vetur.

Ekki er tekið við rusli úr hesthúsum.