Boðið verður upp á útreiðarnámskeið í maí fyrir börn og unglinga. Á námskeiðinu verður farið yfir stjórnun og ásetu hjá knapa ásamt því að þjálfa markvisst gangtegundir og hvernig hægt er að nýta reiðleiðir og mismunandi landslag til þjálfunar. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér útigerði og hringgerði til þjálfunar.
Einungis 3-4 í hverjum hóp, samtals 5 skipti, um 60mín hver tími. Boðið er upp á tíma á mánudögum og miðvikudögum auk þess verður kennt einn helgardag (4.júní). Tímasetningar samkomulag, en miðað er við á bilinu kl.15-17.
Hópur 1 (mánudagar), kennt eftirtalda daga; 8.maí, 15.maí, 22.maí, 29.maí auk 4.júní (sunnudagur fyrir hádegi)
Hópur 2 (miðvikudagar) kennt eftirtalda daga; 10.maí, 17.maí, 24.maí, 31.maí auk 4.júní (sunnudagur eftir hádegi).
Skráning er hafin á sportabler.com og stendur til föstudagsins 5.maí. Verð 20.000kr. Kennari er Þórdís Gylfadóttir.
See insights and ads
Líkar þetta
Skrifa ummæli
Deila