Skip to content

Flóamarkaður Spretts

Fimmtudaginn 4. maí nk. mun Æskulýðsnefnd Spretts standa fyrir Flóamarkaði í veislusal Spretts milli kl.17-20. Þar verður hægt að versla ódýr, notuð en vel með farin hestaföt og búnað fyrir alla aldurshópa.

Þeir sem hafa hug á að selja fatnað og búnað sjálfir geta leigt borð á 5000kr.

Þeir sem hafa hug á að gefa æskulýðsnefnd notaðan fatnað geta komið með fatnað og búnað milli kl.16-17 fimmtudaginn 4.maí í veislusal Spretts. Ágóðinn af sölunni rennur til styrktar æskulýðsnefndar Spretts.

Panta þarf borð í síðasta lagi þriðjudaginn 2. maí með því að senda póst á [email protected]

Vonumst til að sjá sem flesta!