Skip to content

Fréttir

Hreinsunardagur Spretts, taka tvö 3.maí.

Vegna dræmrar þáttöku á hreinsunardegi Spretts 19.aprí sl blásum við aftur til hreinsunardags á félagssvæði hmf.Spretts. Hreinsunardagurinn hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 3.maí. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að hjálpa til við að halda svæðinu okkar hreinu og snyrtilegu. Ruslapoka og áhöld verður hægt að nálgast við reiðhallir félagsins áður en hafist verður handa. Stefnt er einnig á að raka og grjóthreinsa reiðvegi í… Read More »Hreinsunardagur Spretts, taka tvö 3.maí.

Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga

Boðið verður upp á útreiðarnámskeið í maí fyrir börn og unglinga. Á námskeiðinu verður farið yfir stjórnun og ásetu hjá knapa ásamt því að þjálfa markvisst gangtegundir og hvernig hægt er að nýta reiðleiðir og mismunandi landslag til þjálfunar. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að nýta sér útigerði og hringgerði til þjálfunar. Einungis 3-4 í hverjum hóp, samtals 5 skipti, um 60mín hver… Read More »Útreiðanámskeið fyrir börn og unglinga

Flóamarkaður Spretts

Fimmtudaginn 4. maí nk. mun Æskulýðsnefnd Spretts standa fyrir Flóamarkaði í veislusal Spretts milli kl.17-20. Þar verður hægt að versla ódýr, notuð en vel með farin hestaföt og búnað fyrir alla aldurshópa. Þeir sem hafa hug á að selja fatnað og búnað sjálfir geta leigt borð á 5000kr. Þeir sem hafa hug á að gefa æskulýðsnefnd notaðan fatnað geta komið með fatnað og búnað milli… Read More »Flóamarkaður Spretts

Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!

Reiðkennarinn Hans Þór Hilmarsson heldur námskeið í Spretti helgina 6.-7.maí nk. Kennt verður laugardag og sunnudag í 40 mín einkatímum. Kennt verður í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.9:00 og 17:00 laugardag og sunnudag. Hans Þór hefur getið sér gott orð bæði á keppnis- og kynbótavellinum og þykir bæði fjölhæfur og flinkur knapi. Að ógleymdri stórsýningu hans á Sindra frá Hjarðartúni, sem fór í… Read More »Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!

Járninganámskeið 28.-30.apríl

Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 28-30.apríl. Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð. Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma. Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningum til keppnis- og kynbótahrossa. Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á… Read More »Járninganámskeið 28.-30.apríl

Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar

Dregið hefur verið í stóðhestahappdrætti æskunnar! Vinningsmiðarnir eru eftirfarandi; Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ – miði nr.62Grímur frá Skógarási – miði nr.Lexus frá Vatnsleysu – miði nr.22Ljósvaki frá Valstrýtu – miði nr.168Ljósvíkingur frá Hamarsey – miði nr.155Styrkur frá Stokkhólma – miði nr.10Vísir frá Ytra-Hóli – miði nr.14 Vinningshafar eru beðnir um að senda póst á fraedslunefnd@sprettarar.is og fá nánari upplýsingar um sína vinninga. Barna- og unglingaráð… Read More »Vinningsmiðar stóðhestahappdrætti æskunnar

Karlatölt spretts dagskrá og ráslistar

Karlatölt Spretts verður í dag, 21. apríl. Húsið opnar kl 18:00, þá verður hægt að teyma hross inn og sína þeim völlinn fyrir þá sem það vilja. Glæsilegir vinningar verða í öllum flokkum, meðal annars verður dregið um folatoll í öllum úrslitum. Mótið hefst kl 19:00 19:00 Tölt T7 3. flokkur 19:20 Tölt T7 2. flokkur 19:50 Tölt T3 2. flokkur 20:00 Tölt T3 1.… Read More »Karlatölt spretts dagskrá og ráslistar

Firmakeppni Spretts 2023

Takið fimmtudaginn 20.apríl frá. Skráning fer fram í anddyri veislusals Spretts milli kl 12-13. Keppnin hefst á teymdum pollum kl 14:00 Biðlum til þeirra sem unnu farandbikara í fyrra að skila þeim á meðan skráningu stendur. Skráningargjöld á firmakeppni eru engin en keppendum er frjálst að borga smá skráningargjald til styrktar félaginu. Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins. Firmanefndin ætlar að safna saman… Read More »Firmakeppni Spretts 2023

Karlatölt Spretts

Síðasti skráningardagur á Karlatölt Spretts er miðvikudagurinn 19.apríl. Glæsilegir vinningar verða í öllum flokkum, td. folatollar, reiðtímar, verðlaun frá Equsana, vinningar frá Bola ofl. ofl. ofl. Hvetjum alla karla til að skrá sig á skemmtilegt mót.

Firmakeppni Spretts 2023

Takið fimmtudaginn 20.apríl frá. Firmakeppni Spretts er ein af mikilvægustu tekjuleiðum félagsins. Firmanefndin ætlar að safna saman styrkjum og halda skemmtilegt mót. Þeir/þær sem vilja styrkja mótið er bent á að hafa samband við Bödda í síma 897-7517, Sverri 896 8242 eða Lilju í síma 620-4500 Skráningargjöld á firmakeppni eru engin en keppendum er frjálst að borga smá skráningargjald til styrktar félaginu. Keppt er um… Read More »Firmakeppni Spretts 2023