Skip to content

Fréttir

Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Friðdóra Friðriksdóttir, reiðkennari og keppnisknapi, býður upp á stutta reiðtíma sem hugsaðir eru sem aðstoð fyrir keppni. Konur sem hafa hug á að taka þátt í Kvennatöltinu eru sérstaklega hvattar til að nýta sér þessa þjónustu. Þriðjudaginn 18. apríl og fimmtudaginn 20.apríl verða í boði tímar þar sem riðið er prógramm, hraði stilltur af, skerpt er á hraðabreytingum (ef við á), farið yfir beisla- og… Read More »Undirbúningur fyrir Kvennatölt

Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Sumardaginn fyrsta, þann 20.apríl, verður haldinn þrautabrautar- og leikjadagur fyrir æskuna í Spretti. Sett verður upp þrautabraut í Samskipahöllinni ásamt því að farið verður í leiki, á hestbaki. Við byrjum á allra yngstu knöpunum kl.10, börn og unglingar mæta kl.11 og svo mæta allir saman kl.12. Til að áætla fjölda „sumargjafa“ og veitinga er nauðsynlegt að skrá sig til leiks í sportabler, heitið er þrautabrautar… Read More »Þrautabrautar og leikjadagur æskunnar

Dymbilvikusýning spretts

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts sem verður í Samskipahöllinni 4.apríl. Sýningin hefst kl 20:00. Dagskráin er að smella saman og verða fjölmörg atriði frá Spretturum, bæði ræktunarbú og fjölskyldur sem munu dansa um á gólfinu. Hvetjum hestamenn til þess að fjölmenna í Samskipahöllina fyrir páskafrí og eiga góða stund saman.

Niðurstöður Skyndiprents gæðingaskeiðsins

Síðasta grein Samskipadeildarinnar, áhugamannadeildar Spretts var gæðingaskeið, mótið var haldið á skeiðbrautinni í Sörla, 42 hestar og knapar mættu galvaskir til leiks og var keppni æsispennandi. Sigurvegari gæðingaskeiðsins var Hermann Arason á hryssunni Þotu frá Vindási, keppa þau fyrir lið Vagna og Þjónustu. Liðaplattann hlaut lið Stjörnublikks Heildarniðurstöður gæðingaskeiðs Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn1 Hermann Arason Þota frá Vindási Bleikur/fífil-stjörnótt Sprettur 6,832 Sanne… Read More »Niðurstöður Skyndiprents gæðingaskeiðsins

Niðurstöður Devold töltsins

Devold töltið fór fram í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts í kvöld og var keppni æsispennandi frá fyrsta holli til þess síðasta. Hestar og knapar léku á alls oddi og var frábær stemning á pöllunum. Nú er aðeins gæðingaskeiðið eftir og er liðakeppnin gríðarlega spennandi, mjótt er á munum milli efstu liða. Sigurvegarar B-úrslita voru Herdís Einarsdóttir og Griffla frá Grafarkoti, keppa þær fyrir lið Íslenskra verðbréfa.… Read More »Niðurstöður Devold töltsins

Skyndiprents Gæðingaskeið ráslistar

Síðasta mótið í vetur verður Skyndiprents gæðingaskeiðið. Við munum skeiða í Sörla og láta gamminn geysa á brautinni þar. Mótið hefst kl 11:00. Alendis verður að sjálfsöguð með beina útsendingu af mótinu. Nr. Holl Hönd Knapi Hestur Litur Aldur Faðir Móðir Lið Gæðingaskeið PP1 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur 1 1 V Elín Hrönn Sigurðardóttir Snilld frá Skeiðvöllum Rauður/milli-einlitt  10 Hrannar frá Flugumýri II Spyrna frá… Read More »Skyndiprents Gæðingaskeið ráslistar

Viðrunarhólf Spretts

Ágætu Sprettarar Af gefnu tilefni minnum við Sprettara á að óheimilt er að nota viðrunarhólfin eins og stendur. Það er einfaldlega vegna þess að við erum að spyrna við því að grasrótin skemmist og hólfin spænist  upp. Vonumst til þess að hægt verði að byrja nota hólfin í byrjun maí ef tíðin verður góð. Umsóknir um hólf fyrir sumarið 2023. Nú þegar sól hækkar á lofti… Read More »Viðrunarhólf Spretts

Devold Töltið ráslistar

Nú styttist Samskipadeildin heldur betur í annan endan, tvö mót eru framundan núna um helgina. Á föstudag verður Delvold Töltið í Samskipahöllinni og á laugardag verður Skyndiprents Gæðingaskeiðið á skeiðbrautinni í Sörla. Greinilegt er að liðin hafa verið dugleg að æfa sig fyrir töltið eins og sjá má á þátttökunni, 54 keppendur eru skráðir til leiks. Húsið opnar kl 17:00 og verður kjúklingur i tikkamasala… Read More »Devold Töltið ráslistar

Úrslit frá gæðingakeppni Blue Lagoon mótaraðar Spretts

Fjórða og síðasta mótið í mótaröð Blue Lagoon og Spretts fór fram mánudaginn 27. mars í Samskipahöllinni í Spretti. Keppt var í gæðingakeppni innanhúss. Um 40 þátttakendur voru skráðir til leiks, flestir í unglingaflokki. Í barnaflokki var það Þórhildur Helgadóttir á Kóng frá Korpu sem bar sigur úr býtum með einkunnina 8,56. Í unglingaflokki var það svo Elsa Kristín Grétarsdóttir á Arnari frá Sólvangi sem… Read More »Úrslit frá gæðingakeppni Blue Lagoon mótaraðar Spretts