Kæru félagsmenn hestamannafélagsins Spretts! Á næstu dögum verða sendir út greiðsluseðlar vegna félagsgjalda fyrir árið 2025 og munu greiðsluseðlar birtast í heimabankanum.
Félagsgjöldin eru óbreytt frá fyrra ári:
Fullorðnir (22 – 67 ára): 19.500
Ungmenni (18 – 21 árs): 9.500
Eldri borgarar: 19.500 valfrjálst (67 ára +, geta sótt um niðurfellingu )
Undir 18 ára: frítt
Ef þú og fjölskylda þín eruð ekki nú þegar félagi í Spretti en eigið hesthús og/eða leigir pláss í hverfinu og þið stundið ykkar hestamennsku á svæðinu og nýtið þar með aðstöðu og þjónustu félagsins hvetjum við ykkur til að skrá ykkur í félagið. Hægt er að senda póst á [email protected] ásamt nafni, kennitölu, netfangi og símanúmeri.