Skip to content

Helgarnámskeið með Hans Þór Hilmarssyni!

Reiðkennarinn Hans Þór Hilmarsson heldur námskeið í Spretti helgina 6.-7.maí nk.

Kennt verður laugardag og sunnudag í 40 mín einkatímum. Kennt verður í Samskipahöll. Tímasetningar í boði á milli kl.9:00 og 17:00 laugardag og sunnudag.

Hans Þór hefur getið sér gott orð bæði á keppnis- og kynbótavellinum og þykir bæði fjölhæfur og flinkur knapi. Að ógleymdri stórsýningu hans á Sindra frá Hjarðartúni, sem fór í hæstu einkunn sem gefin hefur verið fyrir hæfileika í kynbótadómi, síðasta sumar.

Verð fyrir fullorðna er 29.500kr

Verð fyrir yngri flokka er 24.500kr

Skráning er opin til miðvikudags 3.maí og er skráð í gegnum sportabler.com

Hlekkur á skráningu fyrir yngri flokka;

https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc0NzQ=

Hlekkur á skráningu fyrir fullorðna;

https://www.sportabler.com/…/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTc0NzM=