Skip to content

Opið Íþróttamót Spretts 2023

Skráning á mótið er opin og mun standa til miðnættis sunnudagsins 7.maí.

Opið Íþróttamót Spretts verður samkvæmt dagskrá 11.-14.maí

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng. Sprettur áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.

Það er mikil vinna sem liggur að baki undirbúningi og framkvæmd íþróttamótsins. Flest vinum við þetta í sjálfboðavinnu og með glöðu geði. Hins vegar viljum í nefndinni fara fram á að allir Sprettarar sem ætli að taka þátt í mótinu skili vinnuframlagi á mótinu sjálfu. Ef ekki knapi sjálfur þá einhver fullorðinn einstaklingur í hans stað. Þegar nær dregur verður sett upp vaktatafla þar sem knapar geta skráð sig. Hugmyndin er að hver og einn skili 2-4 klst. vinnuframlagi. Þetta er í annað sinn sem við reynum þessa útfærslu í Spretti og vonum við að þessi ,,tilskipun“ okkar muni mæta skilningi og jákvæðum viðbrögðum. Þetta fyrirkomulag reyndist okkur vel í fyrra og hvetjum við því keppendur til að leggja hönd á plóg. Margar hendur vinna létt verk.

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:

Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Fjórgangur V5 – Tölt T3 – Tölt T7

Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T7

Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4

2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7

1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4

Meistaraflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T2 – Tölt T4

Skeiðgreinar verða í einum flokki fyrir alla.

Fullorðinsflokkur: Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið P2

Skráningagjöld eru eftirfarandi:

Barnaflokkur og unglingaflokkur, : 5000 kr.

Ungennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 6000 kr.

Skeiðgreinar:

Gæðingaskeið PP1 :6000 kr

100 m skeið P2: 4000kr

Fyrirspurnir skulu berast á motanefnd@sprettarar.is