Sprettskonur taka þann 17 maí 2023 á móti konum frá Sörla og Fáki.
Allar Sprettskonur þurfa að taka daginn frá. Til að móttakan verði sem ánægjulegust fyrir
gestgjafa og gesti þurfum við Sprettskonur að vinna saman eins og okkur einum er lagið.
Þetta er móttaka Sprettskvenna því þarf þú að koma með þínar hugmyndir og taka þátt
framkvæmdinni. Undirbúningnum er skipt niður niður í verkpakka til að hver og ein geti valið
þá pakka sem höfða mest til hennar. Allar hjálparhendur eru nauðsynlegar. Þú velur verkefni
innan þeirra verkpakka sem þú vilt leggja lið og sendir póst á netfangið
[email protected] með þínum góðu hugmyndum um framkvæmd verefnisins.
Þátttaka er líka skemmtileg leið til að kynnast öðrum Sprettskonum. Því fyrr sem við byrjum
því auðveldara og skemmtilegra verður verkefnið.
Undirbúningur og framkvæmd frá upphafi til enda
Verkpakki A
- Dagsetning: 17. maí 2023 Lokið
- Taka frá salinn Lokið
- Safna sterku liði sjálfboðaliða Er í vinnslu hér
- Ákveða tímasetningar.
- Klukkan hvað hefst atburðurinn í Samskipahöllinni?
- Klukkan hvað verður riðið á móti konum frá Sörla og Fáki?
- Hvar ætla Sprettskonur að mæta konum frá Sörla og hvar konum frá Fáki?
- Hvaða konur vilja að vera í forsvari fyrir Sprettskonur í hópunum tveimur sem ríða
móti gestunum? - Hverjir ætla að sjá um að Sprettskonur fái „hestaskál“ í formi Grand Marnier áður en
riðið er af stað frá Spretti? - Fá ljósmyndara til að taka myndir af konunum á hestbaki og á skemmtuninni
Verkpakki B - Markaðssetning
- Finna tengiliði hjá Söla og Fáki
- Auglýsa atburðinn á vefsíðu og Facebook síðu Spretts, Sörla og Fáks. Endurtaka
auglýsingar með stuttu millibili fram að atburðinum. Bæta jafnt og þétt við
auglýsinguna þegar ljóst verður hvernig dagskráinn lítur út. - Ákveða matseðil.
- Okkur vantar alla sem hafa sambönd eða geta bent á sambönd varðandi mat, drykk,
skemmtiatriði og e.t.v. happdrættisvinninga. Oft leggja fyrirtæki til vöru og fá
auglýsingu í staðin. - Leita eftir sjálfboðaliðum til að sjá um matinn. Það væri skemmtilegt ef í Spretti væru
karlar sem vilja legga lið við að grilla? - Ef ekki finnast sprettarar til að sjá um matinn þá þarf að athuga með matreiðslufólk.
- Hverjir geta tekið að sér að sjá um matarinnkaupin?
- Hverjir geta tekið að sér að sjá um innkaup fyrir barinn?
- Hverjir geta tekið að sér að sjá um afgreiðslu á barnum?
Verkpakki C - Ákveða miðaverð
- Hvernig viljum við selja miðana?
- Láta millifæra á netinu og senda staðfestingu á [email protected]?
- Selja við innganginn?
- Selja á ákveðnum tíma í Samskipahöllinni fyrir atburðinn?…
- Eða allt þrennt?
- Viljum við hafa happdrætti þar sem aðgöngumiði er happdrættismiði?
- Þá fengi hver kona afhentan miða við innganginn.
- Tala við fyrirtæki sem vilja gefa happdrættisvinninga
Verkpakki D - Viljum við finna aðila sem getur leikið „dinnermúsik“?
- Viljum við hafa skemmtiatriði?
- Viljum við hafa fjöldasöng?
- Viljum við dansa eftir matinn? Diskó?
- Viljum við …?
- Allir sem hafa sambönd eða hugmyndir sendið á [email protected]
Verkpakki E - Skreytingar
- Viljum við hafa litaþema?
- Allar konur frá Spretti með eitthhvað sem einkennir þær, borðar, blóm eða…?
- Hvernig viljum við skreyta salinn?
- Hverjir taka það að sér?
- Hverjir geta tekið að sér að að kaupa efni sem þarf í skreytingar?
- Fá gerði fyrir hesta gestann með gestirnir skemmta sér
Verkpakki F - Frágangur
- Hverjir vilja vera í hópi sem tekur saman diska og glös eftir notkun?
- Hverjir vilja vera í hópi sem setur í uppþvottavél?
- Hverjir vilja vera í hópi sem raðar leirtaui á sinn stað?
- Hverjir vilja vera í hópi sem sem sópar salinn?
Verkpakki G - Semja við veðurguðina
- Við þurfum sól, logn og hita
- Við þurfum jákvæðni, samvinnu og skemmtun.
Auglýsa á vefsíðu Spretts, Facebooksíðu Spretts, síðu Sprettskvenna, Sprettaraspjallinu, síðu
töltgrúppunnar.