Skip to content

Fréttir

Fyrirlestraröð yngri flokka

Fyrirlestraröðin er sameiginleg fyrir knapa í yngri flokkum Spretts, Fáks og Sóta. Haldnir verða fjórir fróðlegir fyrirlestrar sem ætlaðir eru sérstaklega fyrir knapa í yngri flokkum – barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki. 1) Þriðjudaginn 30.janúar kl.19:00 í veislusalnum í Samskipahöllinni, SprettiHalldór Victorsson íþróttadómari – Hvað eru íþróttadómarar að hugsa? Halldór fer yfir lög og reglur, dómsskala og allt sem viðkemur keppni í íþróttakeppni. 2) Miðvikudaginn 14.febrúar… Read More »Fyrirlestraröð yngri flokka

Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna!

Hindrunarstökksnámskeið verður haldið í Spretti og hefst fimmtudaginn 1.febrúar. Kennt verður á fimmtudögum, samtals 6 skipti, í Húsasmiðjuhöll. Námskeiðið er fyrir fullorðna knapa sem hafa áhuga á hindrunarstökks- og brokkspíruþjálfun. Knapar þurfa að hafa grunnstjórn á hestum sínum. Markmið námskeiðsins er að auka þor manns og hests með hindrunum, sem og auka þekkingu knapa á góðri hindranaþjálfun. Búnaður sem þarf á hestinn: hnakkur, beisli, hringtaumsmúll/tamningabeisli,… Read More »Hindrunarstökksnámskeið fyrir fullorðna!

Heimsmeistari í heimsókn!

Helgina 10.-11.febrúar nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á helgarnámskeið í Samskiphöllinni í Spretti. Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá Stangarlæk og Viðar frá Skör ásamt mörgum… Read More »Heimsmeistari í heimsókn!

Þjálfaramenntun í fjarnámi vorönn 2024

Þjálfaramenntun í  fjarnámi vorönn 2024  Skráning á Abler:  www.abler.io/shop/isi   Skráningarfrestur til 4. febrúar!  Vorfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 5. febrúar nk. og verður í boði að taka 1. og 2. stig  þjálfaramenntunar ÍSÍ. Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur.   Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt  þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.  Nemendur velja rétt… Read More »Þjálfaramenntun í fjarnámi vorönn 2024

Járninganámskeið

Boðið verður upp á járninganámskeið helgina 16.-18.febrúar í Samskipahöllinni. Kennarar eru Sigurgeir Jóhannson og Carro Aldén. Bóklegur tími og sýnikennsla á föstudegi. Verklegir tímar laugardag og sunnudag. Nemendur mæta með sinn eigin hest og eigin járningagræjur í tímana (laugardag og sunnudag). Fyrirkomulagið verður útskýrt nánar í bóklegum tíma á föstudag. Dagskráin er eftirfarandi;Föstudagur kl.18:00-20:00 bóklegur timiFöstudagur kl.20:00-22:00 verkleg sýnikennslaLaugardagur og sunnudagur verklegir tímar. Raðað verður… Read More »Járninganámskeið

Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Hópurinn er ætlaður unga fólkinu, frá 12 ára til 18 ára og er markmiðið að setja upp skemmtilegt sýningaratriði sem sýnt verður á Dymbilvikusýningu og kannski á fleiri stöðum? Aðalmarkmið hópsins er þó að hittast, hafa gaman með jafnöldrum og hestunum. Ávinningur námskeiðsins er þó miklu meiri en bara gleði og ánægja því við æfingar á slaufum bætist áseta og stjórnun og þor verður meira… Read More »Slaufuhópur fyrir yngri flokka

Ógreidd félagsgjöld 2023 vinsamlega gerið skil.

Nú er verið að fara í gegnum félagaskrá Spretts og skuldalista félagsmanna, félagsmenn sem enn hafa ekki greitt félagsgjöld 2023 verða teknir af félagaskrá á næstu dögum, lokað verður á WF aðgang þeirra og reiðhallarlykla sé viðkomandi með reiðhallarlykil. Til þess að geta fengið aðgang að reiðhöllum félagsins, sótt námskeið, nýtt sér Worldfeng aðgang, keppt fyrir hönd félagsins þarf viðkomandi að vera skuldlaus félagi í… Read More »Ógreidd félagsgjöld 2023 vinsamlega gerið skil.

Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Gæðingamót Spretts verður haldið dagana 24-27. maí 2024 á félagssvæði Spretts.Mótið er einnig úrtaka fyrir Landsmót 2024.Boðið verður upp á seinni umferð úrtöku sem haldin verður mánudagskvöldið 27.maí. Skráning í seinni umferð er valkvæð. Skilyrði fyrir skráningu í seinni umferð er að parið hafi mætt til keppni í fyrri umferð. Drög að dagskrá mótsins, birt með fyrirvara um breytingar. FÖSTUDAGUR 24. Maí18:00 T119:00 250m skeið19:30… Read More »Gæðingamót Spretts 2024, Landsmótsúrtaka

Fyrirlestur um magabólgur og magasár

Hestamannafélagið Sprettur – hrossaræktarnefnd býður hestamönnum uppá ókeypis fyrirlestur fyrir allt hestafólk. Fyrirlesturinn verður fimmtudaginn 18.jan kl 20 í veislusal Spretts Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknir mun halda fyrirlestur um magabólgur og magasár í hrossum og fara yfir niðurstöður rannsókna hennar á því.Hvetjum hestafólk á höfuðborgarsvæðinu eindregið til að mæta. Mjög gagnlegur fyrirlestur um meðferð hrossa, gjafir og fleira.Aðgangur er ókeypis

Félagsgjöls Spretts 2024

Nú verða félagsgjöld Spretts send út bráðlega. Hvers vegna er mikilvægt að allir sem nýta sér aðstöðuna greiði félagsgjöld í Spretti og fyrir hvað stendur hestamannafélagið Sprettur? Sprettur er stórt félag og í mörg horn að líta dagsdaglega. Starfsmenn félagsins eru Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdastýra og Þórdís Anna Gylfadóttir, fræðslustýra auk þess sem Emil Tómas kom til starfa á haustmánuðum og sér um ýmis verk sem… Read More »Félagsgjöls Spretts 2024