Helgina 10.-11.febrúar nk. mun fyrrum heimsmeistarinn Julie Christiansen bjóða upp á helgarnámskeið í Samskiphöllinni í Spretti.
Julie Christiansen er búsett í Danmörku þar sem hún starfar við reiðkennslu, tamningar og þjálfun. Hún er margfaldur heimsmeistari, danskur landsliðsknapi og hefur verið í fremstu röð knapa til margra ára. Meðal þeirra hesta sem Julie þjálfar þessa dagana eru Kveikur frá Stangarlæk og Viðar frá Skör ásamt mörgum fleirum. Julie hefur getið sér gott orð sem reiðkennari og sinnir reiðkennslu víðsvegar um Evrópu.
Kennt verður í 40mín einkatímum laugardag og sunnudag. Verð er 39.500kr. Verð fyrir yngri flokka er 34.500kr.
Skráning er opin á sportabler.com
https://www.abler.io/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjY5MTY=