Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Nýr formaður Spretts kjörin 3.apríl

Aðalfundur Spretts fór fram í veislusal félagsins miðvikudagskvöldið 3. apríl sl. Góð mæting var á fundinn en um 250 félagsmenn voru þar samankomnir. Á fundinum var farið yfir venjuleg aðalfundarstörf auk þess að Einar Gíslason framkvæmdastjór Landsmóts hélt kynningu á gangi mála og einnig hélt Þórdís Anna Gylfadóttir tölu um sín störf sem yfirþjálfari Spretts og störf æskulýðsnefndar. Á fundinum var kosið um nýjan formann… Read More »Nýr formaður Spretts kjörin 3.apríl

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023. Miðvikudaginn 3. apríl kl 20:00 í veislusal Spretts. Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára á árinu og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Komist félagsmaður ekki á aðalfund en vill nýta atkvæðið sitt þarf að skila inn umboði sem hægt er að sækja hér Umboð vegna kosninga í stjórn Spretts 2024.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 10.… Read More »Aðalfundur Spretts 2024

Niðurstöður 2. vetraleika Spretts

Sunnudaginn 24.mars sl voru 2.vetrarleikar Spretts haldnir í Samskipahöllinni, að þessu sinni var keppt í Gæðingatölti og var þátttaka frábær í flestum flokkum. Sérstaklega gaman að sjá hversu margir pollar voru mættir til leiks, framtíð Spretts er greinilega björt eins og sjá má. Pollar teymdir Karítas Mist Jónsdóttir Mökkur frá Litlu-SandvíkMargrét Inga Geirsdóttir Fáfnir frá Syðri-ÚlfsstöðumGunnar Emil Baldursson Litla-Jörp frá BakkakotiJakob Geir Valdimarsson Afródíta frá… Read More »Niðurstöður 2. vetraleika Spretts

Dymbilvikusýning Spretts verður í kvöld

Dagskrá kvöldsins 1. Kapphlaup kynslóðanna 2. Spretts kúrekar 3. Kynbótahross – Sörli 4. Kynbótahross – Máni 5. Kynbótahross – Fákur 6. Kynbótahross – Sprettur 7. Sigurvegarar kvöldsins – keppni kynbótahrossa milli hestamannafélaga 8. Töltgrúppa Spretts – HLÉ –  9. Ræktun Grétu Boða og Gauks 10. Pulu fjölskyldan 11. Spretts félagarnir Lárus Sindri & Ævar Örn 12. Íþróttafólk Spretts 13. Ungar hestaskvísur 14. Hárlaugsstaðir 15. Íslandsmeistari… Read More »Dymbilvikusýning Spretts verður í kvöld

Aðalfundur Spretts 3.apríl

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023 þann 3.apríl n.k. kl. 20:00.  Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld. Komist félagsmaður ekki á aðalfund en vill nýta atkvæði sitt þarf að skila inn umboði sem hægt er að sækja hér Umboð vegna kosninga í stjórn Spretts 2024. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16… Read More »Aðalfundur Spretts 3.apríl

Dymbilvikusýning Spretts 27.mars

Það stefnir í skemmtilegt kvöld í Samskipahöllinni á Dymbilvikusýningu Spretts miðvikudagskvöldið 27.mars. Unga kynslóðin sýnir sig, ræktunarbú, íþróttafólk Spretts, létt keppni milli hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu o.fl. o.fl. Við hvetjum hestafólk til þess að fjölmenna í Samskipahöllina og eiga góða kvöldstund saman. Húsið opnar kl 18:00 og verður veitingasalan opin. Sýningin hefst kl 20:00 Miðaverð 2000kr, selt við innganginn. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Landsmótsleikar Spretts og Fáks 21. apríl

Þann 21. apríl næstkomandi verður síðasta vetrarmót Spretts haldið þar sem Fáksmönnum er boðið að koma og taka þátt. Aukum stemmingu meðal félaganna þar sem við erum að halda Landsmót saman í sumar. Veglegir vinningar í boði eins og frímiðar á Landsmót fyrir efsta sæti í A- og B-flokki. Gerum okkur glaðan dag saman og undirbúum gæðingaveislu sumarsins. Hlökkum til að sjá ykkur. Eftirfarandi flokkar… Read More »Landsmótsleikar Spretts og Fáks 21. apríl

2. Vetrarleikar Spretts, ráslitar og dagskrá

Aðrir vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 24.mars nk.  Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni. Hér fyrir neðan eru ráslistar sem einnig er hægt að skoða í HorseDay appinu Sú ákvörðun hefur verið tekin að mótið verður haldið inni í Samskipahöllinni vegna vallar aðstæðna. Eins og fyrr segir byrjum við kl 11:00 á pollaflokkum. Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Gæðingatölt – forkeppniRiðnir skulu tveir… Read More »2. Vetrarleikar Spretts, ráslitar og dagskrá

2. vetrarleikar Spretts 24.mars

Aðrir vetraleikar Spretts verða haldnir sunnudaginn 24.mars nk. Mótið hefst kl 11:00 í Samskipahöllinni. Sú ákvörðun hefur verið tekin að breyta til með form vetraleikanna nú í vetur. Nú ætlum við að bjóða uppá keppni í Gæðingatölti í öllum flokkum, nema pollaflokk, skráning fer fram í gegnum Sportfeng, skráningu lýkur föstudaginn 22.mars kl 18:00. Miða við veðurspá og vallaraðstæður þá verður mótið inni en ef veður og vallaraðstæður lagast… Read More »2. vetrarleikar Spretts 24.mars

youth cup 2024

FEIF Youth Cup 2024 fer að þessu sinni fram í Sviss dagana 13. til 20. júlí. Viðburðurinn fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu. Ísland á 7 sæti á Youth… Read More »youth cup 2024