Aðalfundur Spretts fór fram í veislusal félagsins miðvikudagskvöldið 3. apríl sl.
Góð mæting var á fundinn en um 250 félagsmenn voru þar samankomnir. Á fundinum var farið yfir venjuleg aðalfundarstörf auk þess að Einar Gíslason framkvæmdastjór Landsmóts hélt kynningu á gangi mála og einnig hélt Þórdís Anna Gylfadóttir tölu um sín störf sem yfirþjálfari Spretts og störf æskulýðsnefndar.
Á fundinum var kosið um nýjan formann og fjögur sæti í stjórn félagsins. Nýr formaður er Jónína Björk Vilhjálmsdóttir en hún tekur við af Sverri Einarssyni, þökkum við Sverri fyrir góð störf sem formaður Spretts síðan í nóvember 2019.
Úr stjórn gengu Gunnar Már Þórðarson, Jenny Eriksson, Kolfinna Guðmundsdóttir og Pétur Örn Sverrisson, þakkar Sprettur þeim fyrir sín störf í þágu félagsins síðustu ár.
Þeir sem sitja áfram í stjórn á komandi ári eru Davíð Áskelsson og Haraldur Pétursson. Nýjir í stjórn eru Hermann Vilmundarson, Katla Gísladóttir, Lárus Sindri Lárusson og Sigurbjörn Eiríksson, bjóðum við þau velkomin til starfa og óskum þeim velgegni í nýjum störfum fyrir félagið okkar.
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verður boðaður í næstu viku.