Skip to content

Aðalfundur Spretts 2024

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið 2023. Miðvikudaginn 3. apríl kl 20:00 í veislusal Spretts.

Kjörgengir eru allir félagsmenn, 18 ára á árinu og eldri, sem eru í skilum með félagsgjöld.

Komist félagsmaður ekki á aðalfund en vill nýta atkvæðið sitt þarf að skila inn umboði sem hægt er að sækja hér Umboð vegna kosninga í stjórn Spretts 2024

Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins.

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Framlagning reikninga félagsins.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.
7. Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara skv. 6. gr. laga félagsins.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr. laga félagsins.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun næsta árs.
11. Önnur mál er félagið varða.

Kosið verður um formann félagsins, í framboði eru:

Davíð Áskelsson

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir.

Kosið verður til stjórnar, í framboði eru:

Bryndís Jónsdóttir

Hermann Vilmundarson

Katla Gísladóttir

Lárus Sindri Lárusson

Sigurbjörn Eiríksson

Ólöf Rún Skúladóttir

Valdimar Ómarsson