Skip to content

Sprettur Hestamannafélag

Viðrunarhólf Spretts

Ágætu Sprettarar Af gefnu tilefni minnum við Sprettara á að óheimilt er að nota viðrunarhólfin eins og stendur. Það er einfaldlega vegna þess að við erum að spyrna við því að grasrótin skemmist og hólfin spænist  upp. Vonumst til þess að hægt verði að byrja nota hólfin í byrjun maí ef tíðin verður góð. Umsóknir um hólf fyrir sumarið 2023. Nú þegar sól hækkar á lofti… Read More »Viðrunarhólf Spretts

Devold Töltið ráslistar

Nú styttist Samskipadeildin heldur betur í annan endan, tvö mót eru framundan núna um helgina. Á föstudag verður Delvold Töltið í Samskipahöllinni og á laugardag verður Skyndiprents Gæðingaskeiðið á skeiðbrautinni í Sörla. Greinilegt er að liðin hafa verið dugleg að æfa sig fyrir töltið eins og sjá má á þátttökunni, 54 keppendur eru skráðir til leiks. Húsið opnar kl 17:00 og verður kjúklingur i tikkamasala… Read More »Devold Töltið ráslistar

Devold Töltið

Nú styttist óðfluga í Devold töltið í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Mótið verður í Samskipahöllinni nk föstudag, 31.mars. Síðasti skráningardagur liðanna er í dag og verður spennandi að sjá hvaða hestar og knapar munu koma í braut á föstudaginn. Húsið opnar kl 17:30 og hefst keppnin kl 19:00. Veitingasalan verður að sjálfsögðu opin og verður ljúffengur kjúklingaréttur á boðstólum á föstudag. Töltið er næst síðasta greinin… Read More »Devold Töltið

Niðurstöður Joserafimmgangsins

Í kvöld fór fram Jósera-fimmgangurinn í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Keppnin var gríðar spennandi og litu margar góðar sýningar dagsins ljós, greinilegt var að keppendur hafa lagt nótt við dag við þjálfun hesta sinna. Niðurstöður kvöldsins eru eftirfarandi. Sigurvegari kvöldsins var Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti, keppa þau fyrir Stjörnublikks Sigurvegari B-úrslita var Auður Stefánsdóttir á hryssunni Söru frá Vindási, keppa þær fyrir lið Vagna… Read More »Niðurstöður Joserafimmgangsins

Aðalfundur Spretts 28.3.´23

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6. Kosning stjórnar skv. 6. gr. laga félagsins.7. Kosning tveggja skoðunarmanna og… Read More »Aðalfundur Spretts 28.3.´23

Dymbilvikusýning Spretts 2023

Nú styttist óðfluga í Dymbilvikusýningu Spretts 2022. Sýningin verður þann 5.apríl næstkomandi og þá munum við eins og undanfarin ár halda létta keppni milli nágranna hestamannafélaganna um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í hverju félagi.Ýmis ræktunarbú munu koma fram með hross, yngri kynslóðin í Spretti sýnir sig. Íþróttafólk Spretts verður heiðrað ofl ofl ofl. Ef Sprettarar hafa áhuga á að koma fram með… Read More »Dymbilvikusýning Spretts 2023

Joserafimmgangur Samskipadeildarinnar

Nú styttist heldurbetur í Josera-fimmgangsveisluna í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Greinilegt er að liðin hafa verið dugleg að æfa sig fyrir fimmganginn því skráningin er frábær. Húsið opnar kl 17:00 og verða kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi á boðstólum í veitingasölunni, auðvitað verður barinn líka opinn. Josera verður með sölubás í veislusalnum og verður vafalaust hægt að gera góð kaup þar. Mótið hefst kl 18:00,… Read More »Joserafimmgangur Samskipadeildarinnar

Aðalfundur Spretts 28.mars

Boðað er til aðalfundar Hestamannafélagsins Spretts fyrir starfsárið október 2021 til janúar 2023 þann 28.mars n.k. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Arnarfelli samkomusal félagsins að Hestheimum 14-16 í Kópavogi. Frekari leiðbeiningar um framkvæmd fundarins og fundargögn verða send út síðar. Dagskrá fundarins er samkvæmt 10. gr. laga félagsins. 1. Fundarsetning.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.4. Framlagning reikninga félagsins.5. Lagabreytingar.6.… Read More »Aðalfundur Spretts 28.mars

Þriðjudagsreiðtúrar

Nokkrir rólyndis Sprettarar hafa áhuga á að sameinast um reiðtúr einu sinni í viku, lagt verður af stað frá Samskipahöllinni kl 14:00 á þriðjudögum. Miðað er við ca 1klst reiðtúr í rólegheitum, njóta en ekki þjóta er hugafar hópsins. Ákveðið verður í upphafi hvers reiðtúrs hvert ferðinni er heitið. Sjámust næsta þriðjudag kl 14:00 við Samskipahöllina. Þriðjudagshópurinn