Ágætu Sprettarar
Af gefnu tilefni minnum við Sprettara á að óheimilt er að nota viðrunarhólfin eins og stendur. Það er einfaldlega vegna þess að við erum að spyrna við því að grasrótin skemmist og hólfin spænist upp. Vonumst til þess að hægt verði að byrja nota hólfin í byrjun maí ef tíðin verður góð.
Umsóknir um hólf fyrir sumarið 2023.
Nú þegar sól hækkar á lofti er gott að koma hrossunum okkar í útiveru yfir daginn, við erum svo lánsöm að hafa góð græn svæði til umráða hjá okkur hér í Spretti.
Eitt þeirra er í Básaskarði, annað er á gamla Andvarasvæðinu, og þriðja svæðið er vestan við Samskipahöll. Hólf á þessum svæðum eru ætluð til útiveru hrossa okkar yfir daginn.
Ekki er leyfilegt að hafa hross í hólfunum yfir nótt.
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að leigja sér viðrunarhólf á þessum svæðum er bent hafa samband við Lilju framkvæmdarstjóra á tölvupósti [email protected] fyrir 28. apríl 2023
Verð fyrir hvert hólf er 12.000kr
Eingöngu skuldlausir félagsmenn fá hólf.
Nauðsynlegt er að fram komi Fullt nafn, kennitala, farsímanúmer og húsnúmer hesthús, einnig er gott að vita hversu lengi viðkomandi ætlar sér að nýta hólfið og hvar/ef viðkomandi hefur verið með hólf áður.
Hvert hesthús/eining getir sótt um eitt hólf.
ATH! Óheimilt er að setja upp beitarhólf á svæði Spretts nema í samráði við framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri