
Nú styttist óðfluga í Devold töltið í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts. Mótið verður í Samskipahöllinni nk föstudag, 31.mars.
Síðasti skráningardagur liðanna er í dag og verður spennandi að sjá hvaða hestar og knapar munu koma í braut á föstudaginn.
Húsið opnar kl 17:30 og hefst keppnin kl 19:00.
Veitingasalan verður að sjálfsögðu opin og verður ljúffengur kjúklingaréttur á boðstólum á föstudag.
Töltið er næst síðasta greinin í deildinni í vetur, loka greinin er gæðingaskeið en það verður laugardaginn 1. apríl á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Fullt af stigum eru enn í pottinum og getur allt gerst.
Hlökkum til að sjá ykkur í sætunum í Samskipahöllinni á föstudag.
