Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

BLUE LAGOON tölt og slaktaumatölt

Næsta keppni í Blue Lagoon mótaröðinni verður haldin fimmtudaginn 21.mars nk. Keppni hefst kl.17:00 í Samskipahöllinni í Spretti. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum. Keppt verður í tölti og slaktaumatölti. Vegna þess hversu vinsæl BLUE LAGOON mótaröðin er í ár verðum við að grípa til fjöldatakmarkana í skráningu. Fyrir næsta ár munum við endurskoða umgjörð og skipulag mótanna til að mæta vaxandi eftirspurn.… Read More »BLUE LAGOON tölt og slaktaumatölt

Liberty og Lazertag

Þriðjudaginn 12.mars nk. mun Sprettarinn Hulda María Sveinbjörnsdóttir sýna okkur „Liberty training“ en þá er hesturinn frjáls og honum er kennt að gera allskyns kúnstir. Sýnikennslan fer fram í Húsasmiðjuhöllinni kl.17:00 þriðjudaginn 12.mars, opið öllum áhugasömum. Að lokinni sýnikennslu verður boðið upp á ferð í Lazertag í Smáralind að beiðni barna- og unglingaráðs. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur og kostar 1500kr. Hér er beinn hlekkur… Read More »Liberty og Lazertag

BLUE LAGOON pollakeppni og fimmgangur úrslit

Fimmtudaginn 29.febrúar sl. fór fram keppni í pollaflokki og fimmgangi í BLUE LAGOON mótaröðinni í Samskipahöllinni í Spretti. Okkar yngstu knapar, 9 ára og yngri, mættu í salinn og riðu um ásamt því að leysa þrautir. Margir nýttu tækifærið og klæddu sig í búninga. Harrry Potter, Batman, Lína Langsokkur, einhyrningar og allskonar fígúrur glöddu því áhorfendur á BLUE LAGOON mótaröðinni. Góð þátttaka var í keppni… Read More »BLUE LAGOON pollakeppni og fimmgangur úrslit

Skráning á námskeið

Kæru félagsmenn! Við minnum á að skráning fyrir næstu námskeið sem í boði eru opnar núna kl.12:00, laugardaginn 2.mars. Skráning fer fram á sportabler.com/shop/hfsprettur Nauðsynlegt er að refresha síðuna og jafnvel að skrifa nafn námskeiðs/kennara í leitarstikuna svo námskeiðið komi upp!

Einkatímar Viðar Ingólfsson

Landsliðsknapinn Viðar Ingólfsson mun bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni í Spretti. Viðar er hestamönnum að góðu kunnur, m.a. margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari í tölti. Um er að ræða tvo 45 mínútna einkatíma, kenndir þriðjudaginn 19.mars og þriðjudaginn 2.apríl. Tímasetningar í boði frá kl.17:00-21:30. Eingöngu 6 pláss í boði. Verð er 29.500kr. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir… Read More »Einkatímar Viðar Ingólfsson

Helgarnámskeið Anton Páll 23.-24.mars

Helgarnámskeið með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni 23.-24.mars nk. Um er að ræða tvo einkatíma sem kenndir eru laugardaginn 23.mars og sunnudaginn 24.mars. Kennt verður í Samskipahöll hólf 3 á laugardegi og Húsasmiðjuhöll á sunnudegi. Kennsla fer fram milli kl.9:00-16:30. Verð er 35.000kr fyrir fullorðna. Knapar í yngri flokkum eru einnig hvattir til að skrá sig en þeir fá niðurgreitt hluta af námskeiðinu, verð fyrir yngri… Read More »Helgarnámskeið Anton Páll 23.-24.mars

Pollanámskeið

Frábæru pollanámskeiðin hjá Hrafnhildi Blöndahl halda áfram laugardaginn 16.mars. Kennt verður í Húsasmiðjuhöllinni, 40mín hver tími, samtals 6 skipti. Tímasetningar í boði á milli kl.10-12. Ekki er kennt laugardaginn 30.mars. Síðasti tíminn er laugardaginn 27.apríl. Stefnt verður að því að fara amk 1x út, í afmarkað svæði, ef veður leyfir. Skipt verður í þrjá mismunandi hópa;Kl.10:00- 10:40 minna vanirKl.10:40-11:20 meira vanirKl.11:20-12:00 pollar/börn ríða sjálf/ekki teymd… Read More »Pollanámskeið

Lærdómsríkt æfingamót í gæðingalist

Haldið var æfingamót í gæðingalist sl. laugardag fyrir yngri flokka Spretts – en einnig voru nokkur laus pláss í boði fyrir utanaðkomandi. Mótið tókst afar vel og var mjög lærdómsríkt. Gæðingalistardómararnir Guðmundur Björgvinsson og Randi Holaker dæmdu mótið auk þess sem þau gáfu keppendum góða punkta um hvað mætti bæta og breyta. Keppendur höfðu á orði hversu fróðlegt og lærdómsríkt það hafi verið að renna… Read More »Lærdómsríkt æfingamót í gæðingalist

Námskeiðsdagur hjá ungmennum

Ungmenni Spretts sóttu námskeið hjá Olil Amble á Gangmyllunni sl. sunnudag. Ungmennin okkar eru afar metnaðarfull og lofaði Olil þau í hástert, lýsti þeim sem frábærum, efnilegum og áhugasömum ungmennum. Þetta er í annað sinn sem ungmennin sækja kennsludag hjá Olil og stefnt er á fleiri slíka daga ætluðum ungmennum Spretts. Dagurinn samanstendur af einkatímum hjá hverjum og einum knapa ásamt því að Olil heldur… Read More »Námskeiðsdagur hjá ungmennum

Blue lagoon fimmgangur og pollaflokkur

Næsta keppni í Blue Lagoon mótaröðinni verður haldin fimmtudaginn 29.febrúar nk. Keppni hefst kl.17:15 í Samskipahöllinni í Spretti. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum. Keppt verður í fimmgangi og pollaflokki. Eftirtaldir flokkar verða í boði;„Pollatölt – pollaflokkur“ er ætlaður pollum sem eru teymdir eða með aðstoðarmenn„Pollatölt – meistaraflokkur“ er ætlaður pollum sem ríða sjálfir Barnaflokkur (10-13ára): F2Unglingaflokkur (14-17ára): F2Ungmennaflokkur (18-21árs): F2 6 efstu… Read More »Blue lagoon fimmgangur og pollaflokkur