Næsta keppni í Blue Lagoon mótaröðinni verður haldin fimmtudaginn 29.febrúar nk. Keppni hefst kl.17:15 í Samskipahöllinni í Spretti. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum. Keppt verður í fimmgangi og pollaflokki.
Eftirtaldir flokkar verða í boði;
„Pollatölt – pollaflokkur“ er ætlaður pollum sem eru teymdir eða með aðstoðarmenn
„Pollatölt – meistaraflokkur“ er ætlaður pollum sem ríða sjálfir
Barnaflokkur (10-13ára): F2
Unglingaflokkur (14-17ára): F2
Ungmennaflokkur (18-21árs): F2
6 efstu knapar fara í úrslit en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna-, unglinga- og ungmennaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu.
Skráning er opin og fer fram á sportfengur.com.
Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 27.febrúar.
ATH! Ekki er tekið við skráningum eftir að skráningarfresti lýkur.
Skráningargjöld eru 3500kr. Frítt er fyrir polla að taka þátt í pollakeppni.
Ráslistar og dagskrá verður birt miðvikudaginn 28.febrúar hér á facebook síðu mótsins. Veitingasala verður opin í veislusalnum.
Í boði verður æfingatími í allri Samskipahöllinni sunnudaginn 25.febrúar kl.18:00-20:00.
Vonumst til að sjá sem flesta í Samskipahöllinni fimmtudaginn 29.febrúar nk.