Skip to content

Fræðslunefnd Spretts

Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

Reiðámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur halda áfram næsta mánudag, 20.mars. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega… Read More »Reiðnámskeið með Sigrúnu Sig í mars og apríl

úrslit úr fimmgangi Blue lagoon mótaraðar spretts

Blue Lagoon mótaröð Spretts fór fram mánudaginn 6. mars. Keppt var í fimmgangi en einnig var boðið upp á keppni fyrir yngstu knapana í pollaflokki. Það reyndist svo fjölmennasti flokkurinn á mótinu en 22 ungir knapar tóku þátt og skemmtu sér stórkostlega. Í fimmgangi í barnaflokki stóð uppi sem sigurvegari Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir á gæðingnum Gusti frá Efri- Þverá. Sara Dís Snorradóttir og Engill frá… Read More »úrslit úr fimmgangi Blue lagoon mótaraðar spretts

Einkatímar hjá Snorra Dal

Reiðkennarinn Snorri Dal býður upp á einkatíma í Samskipahöll annan hvern miðvikudag. Snorri Dal er farsæll tamningamaður og þjálfari sem hefur einnig átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum. Snorri, sem er atvinnumaður í greininni, rekur ásamt fjölskyldu sinni tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði. Snorri býr yfir gríðarlega mikilli reynslu þegar kemur að þjálfun hesta. Kennt verður í 40mín einkatímum, tímasetningar í boði milli kl.8-10… Read More »Einkatímar hjá Snorra Dal

Vinna við hendi námskeið

Boðið verður upp á bæði grunn – og framhaldsnámskeið í vinnu við hendi í mars og apríl. Hrafnhildur Helga reiðkennari kennir námskeiðin. Kennt verður á fimmtudögum í Samskipahöll milli kl.18-20. Námskeiðin hefjast fimmtudaginn 16.mars. Verð er 23.000kr. Skráning er hafin á sportabler.com. Á grunnnámskeiðinu verður farið í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að… Read More »Vinna við hendi námskeið

úrslit opna töltmóts Spretts

Opið töltmót Spretts fyrir fullorðna fór fram föstudaginn 24.febrúar. Mótið var styrkt af Ellingsen sem gaf efstu sætum gjafabréf og þökkum við þeim kærlega fyrir styrkinn. Keppt var í 1.flokki og 2.flokki í tölti T3. Þórunn Kristjánsdóttir á hryssunni Dimmu frá Eystri-Hól sigraði 2.flokki og Elvar Þormarsson á Gátu frá Strandarhjáleigu sigraði 1.flokk. Tölt T3                                                        Fullorðinsflokkur – 1. flokkur                                                            Forkeppni                                                                Sæti      Knapi    Hross    Litur     … Read More »úrslit opna töltmóts Spretts

Niðurstöður úr fjórgangi Blue Lagoon mótaröðin

Niðurstöður frá Blue Lagoon mótaröð Spretts – fjórgangur Mánudaginn 20.febrúar fór fram keppni í fjórgangi í Blue Lagoon mótaröð Spretts. Ungir og efnilegir knapar sýndu þar hesta sína og höfðu gaman af. Efstu knapar hlutu glæsilega vinninga frá Hrímni sem gaf verðlaun í alla flokka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Mikið jafnræði var með úrslitaknöpum í ungmennaflokki og réði sætaröðun dómara hver stæði… Read More »Niðurstöður úr fjórgangi Blue Lagoon mótaröðin

Fjórgangur Blue Lagoon mótaröð Spretts

Hestamannafélagið Sprettur í samstarfi við BLUE LAGOON býður upp á mótaröð í Samskipahöllinni fyrir knapa í barna-, unglinga- og ungmennaflokki. Mánudaginn 20.febrúar kl.18:15 verður keppt í fjórgangi, V2 og V5. Keppt verður eftir lögum og reglum LH. Skráning hefst mánudaginn 13.febrúar á sportfengur.com og lýkur á miðnætti föstudaginn 17.febrúar. Ráslistar eru birtir laugardaginn 18.febrúar í LH Kappa og á fb síðu viðburðarins. Ekki er tekið við skráningum… Read More »Fjórgangur Blue Lagoon mótaröð Spretts

úrslit opna Fjórgangsmót Spretts

Opna fjórgangsmót Spretts fór fram í kvöld. Þátttaka var með ágætum og gaman að sjá hversu margir Sprettarar tóku þátt. Þökkum við styrktaraðila mótsins, Flagbjarnarholt hrossarækt, fyrir stuðninginn, sem og Líflandi sem gaf ábreiður til vinningshafa. Úrslit urðu eftirfarandi; Mót: IS2023SPR055 Opið fjórgangsmót Spretts Fjórgangur V2 Fullorðinsflokkur – 1. flokkur Forkeppni Sæti Knapi Hross Litur Aðildarfélag knapa Einkunn 1 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu… Read More »úrslit opna Fjórgangsmót Spretts

Einkatímar hjá Steinari

Í febrúar og mars mun Steinar Sigurbjörnsson reiðkennari bjóða upp á einkatíma í Samskipahöllinni annanhvern fimmtudag. Um verður að ræða fjóra 40 mínútna tíma. Kennt verður eftirfarandi fimmtudaga; 23.feb., 9.mars, 23.mars og 30.mars (síðustu tveir tímarnir verða kenndir með viku millibili vegna Páska). Tímasetningar í boði á milli kl.14:00 til 20:00. Steinar starfaði í mörg ár í Bandaríkjunum sem reiðkennari og þjálfari við miklar vinsældir.… Read More »Einkatímar hjá Steinari