Skip to content

Einkatímar hjá Snorra Dal

Reiðkennarinn Snorri Dal býður upp á einkatíma í Samskipahöll annan hvern miðvikudag. Snorri Dal er farsæll tamningamaður og þjálfari sem hefur einnig átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum. Snorri, sem er atvinnumaður í greininni, rekur ásamt fjölskyldu sinni tamninga- og þjálfunarstöð í Hafnarfirði. Snorri býr yfir gríðarlega mikilli reynslu þegar kemur að þjálfun hesta.

Kennt verður í 40mín einkatímum, tímasetningar í boði milli kl.8-10 og kl.14-19.
Kennt verður miðvikudagana; 15.mars, 29.mars, 12.apríl og 26.apríl í Samskipahöllinni.
Verð er 44.000kr.